Æskan - 01.11.1980, Page 73
1. Ég skil ekki alveg hvað 8 ham
ætt er.
2. Ég vil fá að vita meira um albínó-
fuglana.
3. Ef 3 páfagaukar eru í sama búri,
eignast þeir þá egg? Ég á einn
bláan kvenfugl, einn grænan karl-
fugl og svo einn hvítan fugl, ég veit
ekki hvort það er kvenfugl eða
karlfugl.
4. Hvað er að, ef kvenfuglinn vill ekki
liggja á eggjunum?
5. Má hafa ungana í trébúri?
6. Má aðskilja kvenfuglinn frá
karlfuglinum?
7. Á bláa kvenfuglinum vex goggur-
inn endalaust, hvað á að gera við
því?
8. Hvaða ávöxt má gefa gaukunum?
9. Ef fuglinn særist, hvað á þá aö
setja á sárið?
Kæri Kjartan
Þakka þér fyrir þréfið og skal ég nú
reyna að svara spurningum þínum:
1. Ég skil ekki hvað þú meinar meó
,,8 ham ætt". Hvar hefur þú heyrt
þetta?
2. Albino-fuglar eru hvítir, þeir fæð-
ast meö eldrauð augu, en eldri
albinóar hafa dekkri augu. — Þeir
geta haft dálítinn gráleitan lit á
vængjum. — Alhvítir ondúlatareru
fallegastir og verðmætastir. Á ný-
lega fæddum ungum má vel greina
rauð augu albínóanna gegnum
þunn augnalokin. Venjulegir páfa-
gaukar fæðast dökkeygðir og geta
menn séð dökkan þlett augnanna
gegnum augnalokin, sem eru
mjög þunn. — Það er oft dálítið
erfitt að kyngreina albinó- og
lútinó fugla. Karlfuglarnir verða
ekki bláir í nefrótina, en oftast
bleik-rauðir. Kvenfuglarnir eru
Ijósir í nefrót.
3. Ondúlathjón, sem eiga að verpa
og unga út, þurfa að vera ein í
búrinu og hreiðurkassi á sínum
stað. — Ef auka-kvenfugl er hafð-
ur hjá þeim í búrinu, getur hann
eyðilagt eggin fyrir hjónunum.
4. Það er mjög sjaldgæft að verpandi
kvenfugl vilji ekki liggja á eggjum.
Stundum fer hún fyrst að liggja á
þeim fyrir alvöru eftir að annað
eggið er komið. Ef kvenfugl étur
egg sín, getur það stafað af því, að
eggjahvítu vantar í fóörið. Gefðu
henni ofurlítið af mjólk, en gættu
þess, að hún súrni ekki. — Fuglar,
sem eiga að verpa, þurfa helst
svokallað ungafóður með mat sín-
um, áður en ungarnir koma úr
eggjunum. I því er nefnilega
eggjahvítuefni.
5. Jú, þú getur vel haft fugla þína í
tréþúri, en oft naga fullorðnir fugl-
ar rimlana í tréþúrum, einkum þó
kvenfuglarnir.
6. Já, hafðu parið saman í búrinu á
meðan á varpi og útungun stend-
ur. Karlfuglinn er nefnilega mjög
duglegur að æla upp og mata
bæði kvenfugl og unga.
7. Ef nefið vex óeðlilega mikið á
kvenfugli þínum, þá má reikna
meö kalkskorti. Hefur þú krítar-
mola í búrinu hjá henni? — Einnig
er nauðsynlegt að hafa fugla-
sandpappír í botni búrsins, en at-
huga það vel, að nota ekki venju-
legan sandþappír, bara fugla-
sandþappír. Hann fæst í fugla-
búðum. — Ef til vill verður þú að
klippa framan af nefinu á fuglinum
og það skaltu þá gera með nagla-
klippum. — Ekki skaltu nota
nnnnnnnrervnmnn
S'S f * G7>* tt+ZVk SÞ)
1 * 1*1 * ■■ * I ■
S^>f Í7>f f C»f S7>f é?f CTÞf CT2f f CTZfZÞ f STÍ>f <ÍS>
Spurningar og svör
í ágústblaði Æskunnar svaraði ég
nokkrum spurningum um ondúlat-
páfagauka, en nú fyrir stuttu barst
mér bréf frá Kjartani á Siglufirði um
sama efni og kemur hér svar við því
bréfi.
Kjartan spyr:
59