Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 20
g-S-2
Saga handa litlu systkinunum
Mummi haföi átt yndislegt jólakvöld; hann hafði fengið fjölda af Ijómandi fallegum gjöfum
og hafði raöað þeim kringum rúmið sitt svo að hann gæti skoðað þær betur undir eins og
hann vaknaði. En það allra besta sem Mummi hafði fengið að hafa með sér í rúmið og skoða
áður en hann sofnaði, var hárauður bíll með svertingja í einkennisbúningi við stýrið. —
Mummi hafði svo lengi óskað sér að eignast einmitt svoleiðis bíl og varð aldrei þreyttur á að
skoða hann. En svefninn var í þann veginn að sigrast á honum þegar hann tók eftir nokkru
skrýtnu, svo að hann glaövaknaði. Bílstjórinn bar höndina upp að húfunni, steig út úr bílnum
og kom labbandi út á sængina.
„Má ég spyrja?" sagði Mummi steinhissa, ,,ertu lifandi? Ég hélt að þú værir holur að
innan og búinn til úr tveimur blikkþynnum."
,,Eins og stendurerég ekki úr blikki og ekki holur að innan,“ sagði svarti bílstjórinn og hló
svo að skein í hvítar tennurnar, ,,og ef þú vilt láta svo lítið að draga bílinn upp þá skal ég sýna
þér nokkuð skrýtiðl'Það lá við að það þykknaði í Mumma, því að þetta var hans bíll, en svo
varð forvitnin yfirsterkari og hann náði í lykilinn í öskjunni og fór að draga bílinn upp.
En hvað var nú að tarna? við hvern snúning sem hann sneri á fjöðrina þá sýndist honum
bíllinn stækka og stækka, og þegar hann gat ekki snúið lyklinum lengur, var rauði bíllinn
hans orðinn nærri því eins stór og bílarnir sem hann var vanur að sjá á götunum. Hann var
nú farinn að hugsa um, að ekki gæti litli svertinginn stýrt svona stórum bíl, en ísama bili varð
honum litið við og hvað haldið þið að hann sjái nema svertingjann, sem nú var orðinn eins
stór og Mummi sjálfur. Þetta fannst honum þó skrýtnast af öllu! „Settu þig í bílinn, Mummi,"
sagði svertinginn, ,,og svo skulum við skreppa þangað sem ég á heima." Mummi tók lykilinn
úr bílnum — hann hafði sem betur fór ekkert stækkað — og stakk honum í vasann
á náttfötunum sínum til vonar og vara. Svo settist hann í bílinn og svertinginn settist við stýrið
og bíllinn fór af stað. En þetta var skrýtinn bíll því að hann ók beint gegnum þilið og út á
götuna og þegar þangað kom reisti hann sig á afturhjólunum og flaug eins og skot upp í loftið!
Hann fór hærra og hærra, þarna fór hann yfir kirkjuturninn og nú var hann kominn út á sjó og
bráðum sá hvergi til lands. En þetta gerðist svo fljótt að Mummi hafði ekki tíma til að verða
hræddur.
„Bráðum erum við komnir," sagði bílstjórinn og benti framundan sér — og þetta var víst
satt, því að langt í fjarska sá Mummi hylla undir land. Og Mummi þóttist bráðlega viss um að
þetta land hlyti aö vera Afríka því að nú sá hann móta fyrir pálmum, negrakofum úr sefi og öllu
þessu, sem Mumma hafði verið sagt frá, að væri í Afríku. En nú varð bílstjórinn allt í einu
svo angistarfullurá svipinn: ,,Æ, nú fór illa;“ sagði hann, ,,við hefðum átt að draga bílinn upp
einu sinni á leiðinni til þess að vera vissir. Hafðu nú gát á þér því að nú hröpum við!“ Hann
hafði varla lokið orðinu þegar Mummi varð þess var að bíllinn fór allur að ganga saman og
varð ónotalega þröngur. Mummi snaraði sér út á aurbrettið en rann og hann hrapaði og
hrapaði þangað til hann rakst á eitthvað mjúkt. Hann hafði orðið svo hræddur að hann
lokaði augunum en nú opnaði hann þau aftur og sá að hann sat í laufkrónu efst í pálma —
en allt í kring var hópur af svertingjastrákum. Þeir höfðu eiginlega átt að vera í skólanum en
fannst miklu meira gaman að sitja uppi í pálmanum og róla sér. Þeir héldu að enginn gæti
séð þá þarna sem þeir voru, en þegar Mummi kom þarna eins og þruma úr heiðskíru lofti
ofan í hópinn þá urðu þeir lafhræddir og grenjuðu allir í senn af hræðslu. Og þetta heyrði
negrakennarinn, sem var kominn á stjá að leita að strákunum sínum — og nú hristi hann
pálmann svo hart, að allur hópurinn og þar á meðal Mummi datt ofan ísandinn. Mummi fann
að hann hafði eitthvað hart í hendinni þegar hann datt — það var bíllinn, sem nú var ekki
stærri en svo að hann gat haldið á honum í lófanum. Mummi hélt dauðahaldi um bílinn —
hver veit nema hann gæti komið honum að gagni síðar.
Negrakennarinn rak upp stór augu þegar hann sá Mumma. ,,Ég verð að fara með þig til
kóngsins,“sagði hann. „Hans hátign er ólmur að ná í hvíta menn núna um jólin — hann
segir að þeir séu svo góð tilbreyting í mat og honum þykir mannakjöt eins gott og þér þykir
hangikjöt." Þetta var nú ekki efnilegt, en Mummi gat ekki sloppið undan, því að nú komu
Verið daglega talandi auglýsing fyrir ÆSKUNA.
20