Æskan - 01.11.1981, Síða 26
ÞRÆLDÓMUR OG FLÓTTI
Þegar skipstjórinn var að búa sig til næstu ferðar, þá
vildi svo óheppilega til að hann tók sótt og andaðist, og
fékk það Róbínson mikillar hryggðar. Stýrimaðurinn tók
þá að sér stjórn skiþsins og réð Róbínson af að fara með
honum. Þegar þeir voru komnir í námunda við kanarísku
eyjarnar, þá var það einn morgun, að þeir sáu álengdar
serkneskt sjóræningjaskip og stefndi það á þá fyrir full-
um seglum. Þeir kostuðu alls að flýja undan, en sáu brátt,
að allt af dró saman. Fyrir því bjuggust þeir til varnar og
að nokkrum stundum liðnum sló í bardaga með þeim.
Lengi vel skutust skipin á, svo ekki skar úr, en þó kom þar
að lokum, að Serkir greiddu uppgöngu á hitt skipið og
ruddust upp á þilfarið níutíu saman í hóp og hertóku það
með öllu, sem á var. Þannig komst Róbínson á vald
Serkja og var fluttur sem bandingi til hafnarborgarinnar
Sale.
Skipstjórinn sendi hina bandingjana upp í land, en
Róbínson hélt hann sem heimaþræli sínum, því hann var
ungur og liðugur í snúningum. Þó nú ekki hefði eins illa
farið fyrir Róbínson og hann óttaðist í fyrstu, þá fannst
honum samt frelsismissirinn óþolandi og var sí og æ að
brjota heilann um það, hvernig hann ætti að strjúka burt
úr ánauðinni. Nú minntist hann hinna spámannlegu orða
föður síns, að hann mundi verða hinn aumasti maður og
engan eiga að, þegar í nauðirnar væri komið.
Nú voru liðin tvö ár, og hagaði þá svo til, að skipstjór-
inn, lánardrottinn Róbínsons, var lengur heima en hann
átti vanda til, því oftast var hann í víkingaferðum öðru
hverju; nú var svo ástatt fyrir honum, að hann skorti
peninga til að útbúa skip, og hafði hann um þessar
mundir sér til afþreyingar að fara til fiskjar út á skipaleg-
una svo að kalla daglega. í því snatti hafði hann Róbín-
son með sér og dálítinn serkneskan svien, er Xúrý hét, og
lét þá róa.
Það var einhvern dag, er þeir voru á sjónum, að dimma
þoku rak yfir þá. Af því að þeir höfðu ekki með sér átta-
vita, þá villtust þeir og máttu hrósa happi, að þeir komust
loksins að landi um kvöldið, bæði lúnir og svangir. Hús-
bóndi Róbínsons hét því, að ekki skyldi hann oftar fara
svo til fiskjar, að hann hefði ekki með sér vistir og átta-
vita. Hann lét setja eldstó í bátinn og smíða í hann dálitla
káetu svo lagaða, að úr henni mátti bæði stýra og haga
seglum. í káetunni voru skápar til að geyma bæði flöskur
með ýmsum drykkjum og matvæli.
Einu sinni lagði skipstjórinn svo fyrir, að útbúa skyldi
bátinn nægilega með matföngum til næsta dags, því
hann hefði boðið nokkrum vinum sínum í skemmtiferð.
Morguninn eftir voru bornar út í bátinn þrjár byssur með
nægum skotfærum til þess, að þeir, sem yrðu í
skemmtiförinni, gætu haft sér til gamans að skjóta sjó-
fugla milli þess sem þeir voru að fiska. Skipstjórinn fór til
Róbínsons, sagði honum að vinirnir mundu ekki koma
26
Sá góði boðskapur sem ÆSKAN hefur flutt frá fyrstu tíð
hefur verið hollt viðurværi fyrir æsku landsins.