Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 29
M
Jplakertib
Ég man það fyrir mörgum, liðnum árum,
er mamma kom með jólakertið inn.
Ég hafði grátið, grátið beiskum tárum,
en gleymt er nú, hvað vakti harminn minn.
Þá sagði. mamma, svona er guð þér góður,
hann gaf þér jólin, sjáðu kertið þitt.
Hann elskar þig, þú átt hann fyrir bróður,
og ekki máttu gráta, barnið mitt.
Þá varð svo bjart, ég brosti gegnum tárin,
er blessað jólaljósið við mér skein.
Og eftir mörgu, mörgu horfnu árin
er minning þessi enn þá Ijúf og hrein.
Og jafnan eiga jólin töframáttinn,
er jólanóttin fyrsta í sér bar,
þótt öldin nýja hafi annan háttinn,
er hjarta barnsins líkt og áður var.
Og jólaljósin Ijóma i austur, vestur
og lýsa þeim, er heyra, vilja og sjá,
til hans, er öllum reynist bróðir beztur
og börnÍ7i huggar bœði stór og smá.
*\ /.
X
Margrét Jónsdóttir.
að verða tengdasonur hans. Ætti því t
biskup að láta senda strax eftir hon-
um og láta hann ganga ískóla hjá sér. j
Síðan vaknar biskup og verður hon-
um þá svo mikið um þessa draumvitr-
an, að hann sendi þegar í stað mann |
austur að Laugarási eftir drengnum,
eins og fyrr er sagt. Þykist nú biskup
gerla sjá, hver sá hafi verið, sem
drengur mætti á leið sinni að Laugar-
ási, og kvaðst hann þó myndu geta
hjálpað presti, ef hann í engu breytti j
út af því, sem hann legði fyrir hann.
,,Far þú nú heim,“ segir hann við
prest. ,,En á gamlárskvöld skaltu
koma hingað í Skálholt, og þegar fólk
er gengið til náða, skaltu ganga út í
kirkju, klæðast fullum messuskrúða
og standa þannig búinn fyrir altari. —
Stendur þú þá undir kirkjugafli þótt
inni sé. — Skaltu snúa þér fram og
halda kaleiknum fullum fyrir brjósti
þínu. Munu ýmsir koma til þín þar sem
þú stendurog kveðja þig til fylgdarvið ;
sig. En þess skalt þú gæta, hver sem
kemur og biður þig að koma með sér, j
að fylgja engum, nema hann áður I
bergi þrisvar á kaleiknum hjá þér.“
Lofar prestur þessu, kveður biskup I
með þökkum og hverfur heim aftur að I
Torfastöðum og er nú öllu rórra. Líóur
svo fram og nú kemur gamlárskvöld.
Fer prestur þá í Skálholt, og þegar á ?
það er liðið, gengur prestur einn út í
kirkju, klæðist fullum skrúða og stillir
sér því næst fyrir altari og spennir
báðum höndum fullan kaleikinn fyrir
brjósti sér. Ekki hafði hann lengi beðið, [
er hann þekkir hvar kunningi hans |
kemur, sá er hann átti kaupin við fyrir |
20 árum. Gengur hann inn að altarinu j
til hans og kveðst nú vera kominn til I
að sækja hann og biður hann með sér
að koma. Prestur kvaðst skyldu gera [
það, ef hann vildi áður bergja þrisvar |
á kaleiknum. Ekki vill maðurinn það, I
og fer hann á brott við svo búið. Að j;
skammri stundu liðinni kemur til hans |
kona, glæsilega búin og fögur álitum. I
Biður hún klerk að fylgja sér og kvað I
mikið við liggja hjá sér. Hann segir I
sem fyrr, að hann skyldi fylgja henni I
þegar í stað, ef hún drykki hjá sér þrjá |
sopa af kaleiknum. Ekki vill hún það |
og fer við það frá honum.
Þegar konan er fyrir nokkru farin, |
kemur til hans höfðinglegur maður,
Leggur sá fast að honum að koma
með sér. Prestur setur honum sömu
skilyrði og hinum, en þeim vill hann
ekki hlíta og hverfur á brott. Og enn
kemur til hans kona með lítið barn
trítlandi við hlið sér. Hún kvað honum
þó í öllu falli óhætt að fylgja sér.
Prestur kvaðst vissulega skyldu gera
það, ef hún vildi áður súpa þrisvar á
kaleiknum. Til þess var konan ekki
fáanleg, og fer hún einnig við svo bú-
ið.
Líður nú enn stund. Þykist hann þá
kenna, hvar sjálfur biskupinn kemur
inn kirkjugólfið. Gengur biskup inn að
altarinu til hans og segir, að í öllu falli
muni honum þó óhætt að fylgja sér.
Klerkur kvað hann fyrst verða að
bergja á kaleiknum. Gengur biskup
þá að og tekur tveim höndum í ka-
leikinn, hallar barmi hans að sér og
sýpur af honum þrjá væna sopa.
Sannfærist þá prestur um, að þessi
muni vera sá, er hann sýnist vera og
gengur þegar af stað með honum. Um
j leið og þeir koma í kirkjudyrnar, heyra
: þeir kirkjuklukkunum hringt í ákafa og
^SKAN er fyrir fólk á ölluæviskeiði. —æskan eldist aldrei — hún er síung