Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 48

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 48
Bókin um Sverri Haraldsson Matthías Johannessen skáld hefur skráð textann um Sverri, og lætur hann segja frá. En þekktar eru bækur Matthíasar um íslenska listamenn. Bókin er 160 bls. í stóru broti með 115 myndum innb. veró k. 400,00. Ég hlýt þó að vera mun sterkari, hugsaði hann, get ég þá ekki einu sinni brotið hnetur? — Bíttu þær fyrir mig, sagði hann við skraddarann. — Þarna sérðu, hvað þú mátt þín mikils, sagði skraddarinn. Þú hefur nógu stórt giniö, en getur þó ekki einu sinni brotið hnetu. Hann tók nú steinana í snatri, skipti á þeim og hnetum og braut hverja af annarri. — Þú lofar mér að reyna aftur, sagði björninn. — Fyrst þú getur það, þá er svo að sjá, sem það sé hægðarleikur. Skraddarinn fékk honum auðvitað steina, og björninn tók til á ný og beit á af öllum kröftum, en eins og þú getur nærri, þá vann hann ekki á þeim. Nú tók skraddarinn upp fiðlu og fór að spila danslag. Þegar björninn heyrði það, réð hann ekki við sig og fór að dansa. Þegar hann hafði hoppað stundarkorn, sagði hann: — Er erfitt að læra að spila? — Nei þvert á móti. Maður styður bara með vinstri hendi á strengina og dregur bogann yfir þá með hægri hendinni. Sjáðu bara, hvað mér gengur það ágætlega. Hopsasa, fallerallera! — Mér þætti gaman að læra að spila, sagði björninn, því að þá gæti ég dansað, þegar ég vildi. Viltu kenna mér það? — Já, hjartans gjarna, sagði skraddarinn. — Allt er undir því kom- ið, að þig skorti ekki hugvitið. En lof- aðu mér að sjá á þér hrammana. Klærnar þær arna eru allt of langar, það má til að klippa dálítið framan af þeim. Svo fékk hann sér skrúftöng, og björninn varð að stinga klónum inn í hana, en hann iðraðist þess brátt, því skraddarinn skrúfaði hana svo fast, að hann gat ekki hreyft sig úr staö. — Bíddu við, þangað til ég kem með skærin, sagði skraddarinn. Svo lét hann björninn rymja eins mikið og hann vildi og lagðist fyrir á hálmbing úti í horni og sofnaði þar. Þegar kóngsdóttirin heyrði hinn ógurlega rymjanda í búrinu um kvöldið, hélt hún, að björninn væri að rymja af gleði yfir því, að hann hefði gert út af við skraddarann. Hún fór því alls hugar glöð á fætur um morguninn, en þegar hún gægðist inn í bjarnarbúrið, sá hún skraddarann standa þar Ijós- lifandi. Varð hún þá svo skelkuð, að hún gat engu orði upp komið. En nú gat hún ekki lengur haft nein undan- brögð í frammi, því að hún var búin að lofa opinberlega að eiga hann. Lét nú konungur aka fram viðhafnarvagni sínum, og kóngsdóttirin varð að setj- ast í hann hjá skraddaranum og aka til kirkjunnar til hjónavígslu. En þegar þau voru nýstigin upp í vagninn, sáu þau björninn koma á eftir sér, bálreiðan og rymjandi. Kóngsdóttirin varð dauðskelkuð og hróþaði: — Björninn kemur á eftir okkur og ætlar að taka þig! Hinir skraddararnir höfðu þá af öfund og illsku farið inn í búrið og skrúfað töngina af svo að hann losn- aði og síðan hleypt honum út. En hvað gerði litli skraddarinn nú? Hann stakk sér á höfuðið, rak fæturna út um vagngluggann og kallaði: — Sérðu skrúftöngina? Hafðu þig burtu, annars skaltu fara inn í hana aftur. Þegar björninn heyrði þetta, sneri hann óðara við og hljóp leiðar sinnar, en skraddarinn og kóngsdóttirin óku í ró og næði til kirkjunnar og voru gefin saman, og hann bjó með henni sæll og glaður eins og fugl á kvisti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.