Æskan - 01.11.1981, Síða 58
ólaföndu
Þegar líður að jólum, fara mörg
börn að gæta að gamla jólaskraut-
inu frá síðustu jólum, ef því hefur þá
verið haldið til haga. Oft kemur þá í
Ijós, að margt af því dóti er orðið lé-
legt, t. d. jólapokarnir, og þarf því að
búa til nýtt.
Hér koma nokkrar teikningar af
mismunandi jólapokum o. fl.
Hringlaga pokar, er mjókka niður í
odd, hafa oft verið nefndir „krarnar-
hús“ á slæmri íslensku. Hér sjáum
við, hvernig þeir eru gerðir.
Leggið venjulegan matardisk ofaná
sterkan, litaðan glanspappír og strikið
hringinn í kringum diskinn. Finnið
miðpunktinn og dragió strik frá hon-
um út að jöðrunum, þannig að hring-
urinn skiptist í 3 jafna hluta (sjá
Gauti Hannesson
mynd). Klippið síðan eftir beinu strik-
unum, og eru þá komin efni í þrjú
kramarhús. Þegar hliðar hafa verið
límdar saman, er halda sett á að ofan.
Mynd 1.
Ef þið viljið heldur nota kramarhús-
in sem borðskraut, má bara hvolfa
þeim við og gera úr þeim jólasvein
eða engla (sjá mynd). Höfuðið á eng-
ilinn má gera úr pappír, sem hnoðað-
ur er í kúlu. Vængirnir eru klipptir út
sér og límdir á. Mynd 2.
Þá eru það fléttuðu jólapokarnir. (
þá þarf tvö blöð af mislitum glans-
Taktu nokkur spil í hönd þér og spurðu andstæðing þinn hvort hann kjósi
heldur hund eða héra. Hann kýs kannski hund. Svo telur þú fram spilin, eitt eftir
eitt og segir við hvert spil: hérinn vinnur, hundurinn tapar, hérinn vinnur,
hundurinn tapar. . . og kannski lendir „hundurinn tapar" á síðasta spilinu. Og
þá tapar andstæðingurinn, ef hann var hundur. — En hann tapar alltaf, því að ef
hann kysi sér að vera héri, þá segir þú bara: hundurinn vinnur, hérinn
tapar. . . og hvenær sem þú ert búinn með spilin (hvort heldur þú lýkur með því
að segja hundurinn vinnur, hérinn tapar) því að hinn hefur alltaf tapað. — Þetta
er auðvitað allt þvættingur, en það líður oft talsverður tími þangað til and-
stæðingurinn uppgötvar gabbið.
54