Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 4
Hvað kemur þér fyrst í hug þeg- ar 17. júní er nefndur? — Skrúðgöngur, skemmtiatriði, blöðrur, ís og pylsur? - Laglínan og textinn „Hæ, hó . . . það er kominn 17. júní“? Eða — Ljóðhátíðardagurinn? - ísland sjálfstætt ríki 17. júní 1944? — Sjálfstæðisbaráttan á 19. öld þegar margir mætir menn með Jón Sigurðsson í fararbroddi héldu því einarðir fram í ræðu og riti að Islendingar ættu skýlausan rétt á að ráða málum sínum sjálfir? - Langvinn barátta þeirra og næstu kynslóða sem leiddi til þess að landsmenn fengu réttindin í sínar hendur stig af stigi, svo sem stjórnarskrá 1874, viðurkenningu sem fullvalda ríki 1918, stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní1944? Okkur á öllum að vera kappsmál að vita deili á helstu atriðum úr sögu þjóðar okkar. Þau verða þó ekki rakin nánar að þessu sinni - að öðru en því að minna á hverjir hafa verið forsetar lýðveldisins. Að undanförnu hefur komið í ljós að furðu margir hafa ekki getað svar- að því rétt. Forsetar íslands hafa verið: Sveinn Björnsson 1944-1952 Ásgeir Ásgeirsson 1952-1968 Kristján Eldjárn 1968-1980 Vigdís Finnbogadóttir frá 1980. Svo sjálfsagt sem það er að kunna söguna er þó miklu meir um vert að bera í brjósti sanna ættjarð- arást, - þá tilfinningu sem knýr menn til að leggja sig alla fram um að vinna þjöð sinni gagn. Það verð- ur gert á margan hátt — ef til vill á aðra og fleiri vegu en þú hefur hugleitt. Til dæmis með því — að rækja starf sitt vel, — að ganga vel um landið, — að koma jafnan vel fram við alla, — að temja sér heilbrigða lífs- hættil Störf okkar eru margvísleg en öÚ hafa sitt gildi. Miklu skiptir að alúð sé lögð við þau hver sem þau eru. Landinu eigum við að sýna virðingu. Við megum ekki skilja neitt eftir á ferðalögum sem setur ljótan blett á það eða spilla náttúru þess. Við verðum líka að vanda okkur í allri umgengni við annað fólk, vera hjálpsöm og tillitssöm. „Aðgát skal höfð i nærveru sálar,“ sagði Einar Benediktsson. Gætum þesS ávallt að særa engan með illu eða ógætilegu tali. Pað eflm traust, vináttu og virðingu milli fólks. Vera kann að þig undri að ég nefni þessi atriði, kannski þó mest það síðasta í upptaln- ingunni, og finnist að það komi þessu máli ekki við. En það er ekki lítilvægt: Sá sem venur sig á hollt mataræði> næga hreyfingu og hafnat hvers konar vímu- og fíkni- efnum er betur en ella undn það búinn að takast á við starf sitt og það sem hann mætir í lífinu. Og hann leggur sitt af mörkum til bættrar þjóðarheilbrigði. Að lokum skulum við rifja það upp að fáninn er tákn fullveldisins og raunar þjóð- arinnar, landsins og alls sem íslenskt er. Honum verðum við ætíð að sýna virðingm hvar sem hann er borinn eða hafinn að húni, og gæta þess að fara með hann eins og reglur segja til um. Góða og holla skcmmtun á þjó®' hátíðardegi! 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.