Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 53
■ ■ SSa "Sh ^ væMm
o Jmmin B • > AmuHmMSIk
Sandra Lauer er fædd 18. maí 1962 í
Saarbriicken í Þýskalandi. Hún er 169 sm
íiá en vegur aðeins 50 kg. Hún er dökk-
hærð og brúneygð. Foreldrar hennar heita
Robert og Karin Lauer. Gaston bróðir
hennar er 25 ára og vinnur hjá tölvufyrir-
tæki.
Helstu áhugamál Söndru eru dans og
skíðaferðir — í snjó og á sjó! Hún á gælu-
dýrið Chow Chow „Pascha“ — fimm ára
úlfhund.
Tólf ára söng Sandra fyrsta lag sitt á
hljómplötu, „Andy mein freund“. Eftir
það keppti hún um rétt til að taka þátt í
Söngvakeppni Evrópu fyrir hönd Þýska-
lands — en hafði ekki árangur sem erfiði.
(Það beið annarrar Söndru sem við segjum
frá síðar . . .) Næstu ár einbeitti hún sér að
námi og það var ekki fyrr en hún var að
verða 18 ára að hún fór að vinna sem
tónlistarmaður.
Hans Scherer heitir sá sem tók eftir hæfi-
leikum hennar og aðstoðaði hana við að
vekja á sér athygli. Hann hafði í huga að
hún syngi ein. Sandra kaus þó heldur að
ganga til liðs við hljómsveitina Arabesque
en í henni voru stúlkurnar Michaela Rose
og Jasmin Vetter. Lög þeirra nutu einkum
vinsælda í Japan og þær báru úr býtum
tvær gullplötur í landi hinnar rísandi sólar.
Eftir það fóru Þjóðverjar að veita stúlkun-
um eftirtekt. Engu að síður slitnaði upp úr
samvinnu þeirra 1983.
Sandra hélt nú áfram á eigin spýtur.
Hún hafði kynnst tónlistarmanninum og
framleiðandanum Michael Cretu í upp-
tökuveri í Frankfurt og hann gerst um-
boðsmaður hennar. - Fyrsta lagið, sem
hún söng eftir það, „Japan ist weit“, vakti
litla athygli. Sandra varð ekki verulega
vinsæl fyrr en hún söng lagið „Maria
Magdalena" en það hafði Michael samið
gagngert fyrir hana.
f viðtali var Sandra spurð hvort hún ætti
sér einhvern eftirlætis tónlistarmann. „Já,
ég er hrifin af David og Shaun Cassidy.
Þegar ég var yngri átti ég óteljandi vegg-
myndir af þeim. Ég hafði líka dálæti á
Abba, Oliviu Newton-John og Pink Floyd.
Mér finnst Madonna ágæt en hún er and-
stæða mín. Maður þarf ekki að vera kyn-
tákn til að ná frægð — til þess nægja góðir
hæfileikar og þokki."
„Maria Magdalena“ er vinsælasta lag
Söndru og náði efsta sæti á flestum listum
og „In the heat of the night“ gengur næst
því. Skífur hennar The long play og In the
heat of the night hafa báðar fengið 3
stjörnur - eða mjög góða dóma.
TÓNLISTARKYNNING
Umsjón: Edda Laxdal
53