Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 22

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 22
EFTIR JÓN DAN OG KRAKKARNIR í ÓRALANDI Ævar fiskaði vel næstu daga. Þó gat Teini einu sinni skotist inn í kaupstað til Vænu. Fótbrotið hafðist vel við. Manni var farinn að beita, ósköp linur og úthaldslaus í fyrstu en samt betri en enginn. Smám saman óx hon- um þróttur en þó var eitt sem dró úr afköstunum. Honum var gjarnt til að drolla. Þá starði hann út í bláinn og sá hvorki né heyrði. Mamma hélt það væru eftirköst eftir heilahristinginn. Hún sá þó ekki ástæðu til að leita læknis enda taldi hún einkennin fara rénandi. En það var annað sem mamma sá að varð áberandi í fari Manna. Hann þroskaðist svo að hún þóttist finna mun á honum dag frá degi. Hann vandaði allt málfar sitt og hætti ger- samlega að nota kæruleysislegt krakkaslangur. Það heyrði til und- antekninga að honum hryti blótsyrði af vörum. Kæmi það fyrir, og þá helst í návist Jónasar, var hann lengi reiður sér. Mamma tók eftir því að röddin dýpkaði og rauðgullinn hýjungur gægðist fram á efri vör honum. Henni var ljóst að fyrir hann fóru erfiðir tímar í hönd. Þar átti hún kollgátuna. Og við þessa erfiðleika var hann að glíma í huganum þegar hann slóraði. Það stóð í engu sambandi við heilahristinginn. Honum var í fersku minni allt sem hann hafði lært af Evu og Agna. Hann sá fram á að ef til vill veittist honum ekki auðvelt að halda sér eins „létt- um“ og þau hefðu kosið. Kannski y. hann að slá svolítið af kröfum þeirra, og sínum, á meðan hann fetaði sig yfir erfiðasta hjalla gelgjuskeiðsins. En af hyggjuviti sínu komst hann að þeirri niðurstöðu að undanlátssemin yrði tímabundin, eftir örfá ár hefði hann sitt á þurru. Og á einu sviði gæti hann meira að segja sótt fram: Orðbragð og framkomu gat hann stöðugt bætt. Allt var eðlilegt, af engu þurfti að hafa samviskubit meðan heilbrigð og öfga- laus afstaða var með í ráðum. Vinátta Teina og Manna tók nú að ýmsu leyti á sig sömu mynd og í gamla daga. Að minnsta kosti á yfirborðinu. Manni amaðist ekki lengur við Teina heldur tók honum vel og reyndi að sökkva sér niður í smábarnaleiki sem Teini fékk aldrei nóg af. Manna hund- leiddist þeir en iðrun og samviskubit yfir ónærgætni sinni gagnvart einfeldn- ingnum jók honum þolinmæði. Nú skildist honum það sem áður hafði vaf- ist fyrir honum: Það að hann var að þroskast meðan Teini stóð í stað. Snemma vetrar sökk Ævar. Eftir langan óveðurskafla og land- legu gerði stillu og vélbátaflotinn lét úr höfn. En blíðan var aðeins svikalogn. Bátarnir voru varla búnir að leggja þegar beljandi vestanstormur skall á. Allir forðuðu sér og skildu veiðarfærin eftir í sjó. Hvert af öðru ösluðu skipin til hafnar. Nema Ævar. Mamma sofnaði ekki þetta kvo Manni vakti með henni góða stun - reyndi að bera sig vel í þeirri trUv‘,if henni væri stoð í því. En í rauninnj hann dauðskelfdur. Hann gat ekki ^ annað hugsað en Teina. Manm ^ hann fyrir sér berjast um í hafro ^ ýmist í sinni réttu mynd sem aeðrn * drengur eða í líki Vænu með full af ótta. Mamma sá hvað hon ^ leið, skipaði honum í rúmið og he vekja hann þegar hún hefði g° fréttir að færa. £ Um leið og Manni lagði höfn 1 ( koddann valt hann út af. JaJnS nS, voru þau Eva og Agni komin til Manna varð svo mikið um a Evu að hann gleymdi áhyggjunl yarð um. Hjartanu í honum fipaðist ^ ^ þess vegna að hamast góða stu° jaíi eftir til þess að vinna upp einn týn slátt. þiiö Þú líka, sagði Eva brosand , hafði lesið hugsanir hans. vjð Nú getum við ýmislegt serntoit' réðum ekki við áður, sagði Agnl ur og þandi brjóstkassann. Við 8 meira að segja lyft þér upp, hkn um og öllu. Eigum við að reyna- Já. En þú verður að óska þess- Manni kinkaði kolli. , Manníl Þau tóku hvort í sína hönd á ^ og hófu hann á loft, þó með er^ ^ munum. Manni leit niður og ^ hann var ekki í rúminu eins og skiptin. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.