Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 34

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 34
f ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Nokkur orð urn gönilu stjörnurnar Þessir þrír menn hafa allir orðið Evrópumeistarar í frjálsum íþróttum. Þeir eru taldir frá vinstri: Gunnar Huseby, sem kastaði kúlu 15,56 m 1946 og 16,74 m 1960, Hreinn Halldórsson, sem varð Evrópumeistari innanhúss 1977 í San Sebastian á Spáni og kastaði kúlu 20,59 m og Torfi Bryngeirsson, Evrópumeistari í langstökki 1950. Þá stökk hann 7,32 m. Frjálsar íþróttir eins og þær eru nú iðkaðar, hafa verið stundaðar hér á landi frá því á fyrsta áratug þessarar aldar. Fyrstu mótin voru árið 1909 á Akureyri, í Reykjavík og í Vestmanna- eyjum. Þó var eitthvað keppt í frjálsum íþróttum í tengslum við frídag verslun- armanna í Reykjavík fyrir aldamót en þá eingöngu í fáeinum greinum og ekki var um skipulögð mót að ræða. Eftir fyrri heimsstyrjöldina jókst áhug- inn á hlaupum, aðallega lang- hlaupum. Þá komu fram góðir hlauparar eins og Jón Kaldal, sem keppti meðal annars á Ólympíuleikun- um 1912, og Magnús Guðbjörnsson sem var fremstur langhlaupara hér á landi um langt árabil. Gullöld Eftir síðari heimsstyrjöldina hófst gullöld frjálsra íþrótta á Islandi. 1946 keppti Gunnar Huseby á Evrópu- meistaramóti í frjálsum íþróttum í Osló og sigraði í kúluvarpi. Árið eftir varð Haukur Clausen Norðurlandameistari "n • Vilhjálmur Einarsson - Melbourne 1956 í 200 metra hlaupi. Á Evrópumeistara- mótinu 1950 í Brussel urðu tveir ís- lendingar sigurvegarar. Huseby sigr- aði í kúluvarpi eins og fjórum árum áður og Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki. Hann hafði reyndar einnig tryggt sér rétt til að keppa til úrslita í stangarstökki en varð að velja á milli þar sem keppt var til úrslita í báðum greinum á sama tíma. Hann valdi langstökkið og sigraði. Við sigrum Dani Árið 1949 sigruðu íslendingar Dani í landskeppni í fyrsta sinn. Á árunum þar á eftir náðu íslenskir íþróttamenn mjög góðum árangri í keppni hér a landi og erlendis. Auk þeirra sem fyrr eru nefndir má minna á Örn Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson, Hilmar Þon björnsson og síðast en ekki síst VH- hjálm Einarsson sem náði öðru saeti ' keppni i þrístökki á Ólympíuleikunum i í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Hann hafði reyndar forystu um tíma í keppn' inni en Brasilíumaðurinn Da_ SiHa hafði betur í lokaumferðunum. Áranð' ur hans komst aftur í hámæli 1904 þegar sonur hans, Einar keppti a Ólympíuleikunum í Los Angeles oQ átti raunhæfa möguleika á verðlauna- sæti enda þótt það næðist ekki þá. En það sannar kenninguna um að sjald' an fellur eplið langt frá eikinni. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.