Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 8
g hef ekið borgina þvera
þegar ég kem á áfanga-
stað. Ofanfrá
Vatnsendahœð vestur að sjó.
Skammtfrá vesturenda flug-
brautarinnar standa nokkur
timburhús vel við aldur íþéttri
hvirfingu. Háreist, hnarreist á
sína vísu. Túnsberg — 1925 — er
letrað ofan dyra. Raunar hœfir
varla að gera vart við sig íþessu
húsi með að þrýsta á hnapp raf-
magnsbjöllu („dingla" segið þið
kannski). Samtgeri ég það.
Felix kemur til dyra því að
þarna á hann heima. Einu sinni
áttum við báðir heima á Blöndu-
ósi en það er nokkuð langt síðan.
Pá var hann á barnsaldri. Pað
hefur teygst úr honum. Éghefði
ekki þekkt hann efég hefði ekki
munað nafnið. Nú er Felix
Bergsson (f. 1967) einn af
Greifunum (!), söngvari — og
„stuðari“ — og býður mér til
stofu að heilsa hinum — sem
allir erufrá Húsavík:
Kristjáni Viðari Haraldssyni —
Vidda — hljómborðsleikara (f.
1965),
Jóni Inga Valdimarssyni bassa-
leikara (f. 1965) og
Sveinbirni Grétarssyni — Bjössa
— gítarleikara (f. 1967).
Trommuleikarann, Gunnar
Hrafn Gunnarsson (f. 1968), fœ
ég ekki að sjá þetta kvöld.
t
Atti að vera svartur með
sveif. . .
Þú veist að Greifarnir urðu í fyrsta
sæti í Músíktilraunum 1986. En saga
þeirra nær allt aftur til ársins 1984
þegar þeir tóku þátt í hljómsveita-
keppni um verslunarmannahelgi í
Atlavík. Ef til vill nær hún þó enn
lengra: Til þess tíma er Jón Ingi, Viddi
og Bjössi slógu á strengi kassagítars og
hömruðu á píanó í „frumbernsku“ og
líktu eftir Bítlunum. . . Að minnsta
kosti er ekki fráleitt að telja með það
hálfa ár sem þeir brutu heilann ákaft
um hvernig þeir gætu orðið frægir -
og létu sig dreyma. . .
Þeir verða fjarrænir á svip er þeir
rifja þetta upp en skella fljótt upp úr:
„Svo kom Bjössi," segja þeir, „og
pantaði gítarinn.“
„Já, ég hringdi suður og bað um að
fá sendan rafmagnsgítar þó að ég hefði
ekki hugmynd um hvernig hann liti út.
— Hann átti að vera svartur með
sveif. “
„Þú sagðir nú fjólublár í símann,“
segir Viddi, - „eða grænn. Átti hann
ekki að vera grænn?“ bætir Jón Ingi
við.
En við vorum að tala um Atlavík
1984. Þá varð það ekki hlutskipti
þeirra fjögurra sem skipuðu hljóm-
sveitina (Felix kom miklu síðar) að
komast í úrslit. Þeir voru ekki heldur
orðnir Greifar þá, Special Treatment
nefndu þeirsig.
Draumar rætast nú líka sjaldnast á
einni nóttu.
Þeir héldu tónleika í Húsavíkurbíói
nokkrum vikum seinna ásamt hljóm-
sveitinni Lúsífer „og fylltum húsið,“
segja þeir. „En það er nú raunar ekki
mjög stórt hús.“
Óþroskuð bílskúrshljóiðV
sveit
Um haustið fóru þeir suður í skóla'
þrír í Ármúlaskólann - „við urðuú1
nokkurs konar skólahljómsveiU
Gunnar í Menntaskólann við Hah^
hlíð. Þeir léku á ýmsum viðburða-
kvöldum („uppákomum") og einu
sinni á þekktum skemmtistað.
„Við áttum að vera „ upphitunar'
hljomsveit fyrir Dúkkulísurnar. V -
urvegara Músíktilrauna 1984) ,,En j
sama dag sáum við auglýsingu í bfa
- þá var aðeins talað um okkur?
8