Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 8
g hef ekið borgina þvera þegar ég kem á áfanga- stað. Ofanfrá Vatnsendahœð vestur að sjó. Skammtfrá vesturenda flug- brautarinnar standa nokkur timburhús vel við aldur íþéttri hvirfingu. Háreist, hnarreist á sína vísu. Túnsberg — 1925 — er letrað ofan dyra. Raunar hœfir varla að gera vart við sig íþessu húsi með að þrýsta á hnapp raf- magnsbjöllu („dingla" segið þið kannski). Samtgeri ég það. Felix kemur til dyra því að þarna á hann heima. Einu sinni áttum við báðir heima á Blöndu- ósi en það er nokkuð langt síðan. Pá var hann á barnsaldri. Pað hefur teygst úr honum. Éghefði ekki þekkt hann efég hefði ekki munað nafnið. Nú er Felix Bergsson (f. 1967) einn af Greifunum (!), söngvari — og „stuðari“ — og býður mér til stofu að heilsa hinum — sem allir erufrá Húsavík: Kristjáni Viðari Haraldssyni — Vidda — hljómborðsleikara (f. 1965), Jóni Inga Valdimarssyni bassa- leikara (f. 1965) og Sveinbirni Grétarssyni — Bjössa — gítarleikara (f. 1967). Trommuleikarann, Gunnar Hrafn Gunnarsson (f. 1968), fœ ég ekki að sjá þetta kvöld. t Atti að vera svartur með sveif. . . Þú veist að Greifarnir urðu í fyrsta sæti í Músíktilraunum 1986. En saga þeirra nær allt aftur til ársins 1984 þegar þeir tóku þátt í hljómsveita- keppni um verslunarmannahelgi í Atlavík. Ef til vill nær hún þó enn lengra: Til þess tíma er Jón Ingi, Viddi og Bjössi slógu á strengi kassagítars og hömruðu á píanó í „frumbernsku“ og líktu eftir Bítlunum. . . Að minnsta kosti er ekki fráleitt að telja með það hálfa ár sem þeir brutu heilann ákaft um hvernig þeir gætu orðið frægir - og létu sig dreyma. . . Þeir verða fjarrænir á svip er þeir rifja þetta upp en skella fljótt upp úr: „Svo kom Bjössi," segja þeir, „og pantaði gítarinn.“ „Já, ég hringdi suður og bað um að fá sendan rafmagnsgítar þó að ég hefði ekki hugmynd um hvernig hann liti út. — Hann átti að vera svartur með sveif. “ „Þú sagðir nú fjólublár í símann,“ segir Viddi, - „eða grænn. Átti hann ekki að vera grænn?“ bætir Jón Ingi við. En við vorum að tala um Atlavík 1984. Þá varð það ekki hlutskipti þeirra fjögurra sem skipuðu hljóm- sveitina (Felix kom miklu síðar) að komast í úrslit. Þeir voru ekki heldur orðnir Greifar þá, Special Treatment nefndu þeirsig. Draumar rætast nú líka sjaldnast á einni nóttu. Þeir héldu tónleika í Húsavíkurbíói nokkrum vikum seinna ásamt hljóm- sveitinni Lúsífer „og fylltum húsið,“ segja þeir. „En það er nú raunar ekki mjög stórt hús.“ Óþroskuð bílskúrshljóiðV sveit Um haustið fóru þeir suður í skóla' þrír í Ármúlaskólann - „við urðuú1 nokkurs konar skólahljómsveiU Gunnar í Menntaskólann við Hah^ hlíð. Þeir léku á ýmsum viðburða- kvöldum („uppákomum") og einu sinni á þekktum skemmtistað. „Við áttum að vera „ upphitunar' hljomsveit fyrir Dúkkulísurnar. V - urvegara Músíktilrauna 1984) ,,En j sama dag sáum við auglýsingu í bfa - þá var aðeins talað um okkur? 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.