Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 21
Hver vill vera
hawíwa?
»Æ, mig auma,“ sagði lítil
anína og skaust út úr húsi
j’lnu- „Á slíkum degi er allt of
eut í holunni minni.“
A sólbjörtu enginu fannst
enni líka allt of heitt. Og
pgar hún kom að læknum
angaði hana mest af öllu til
au skella sér út í.
”En kanínur geta ekki synt
lns °g froskar og fiskar,“
agöi hún við sjálfa sig og tók
efnu inn í skuggsælan
k°ginn.
Litlir fuglar léku sér þar
kátt eins og snemma á vori.
Gömul ugla blundaði í holum
trjástofni. íkorna-ungi
sveiflaði skottinu eins og
blævæng. Og skjaldbaka
skreið hjá, alveg ónæm fyrir
hitanum í þykkri skel sinni.
„Ég er sú eina sem þjáist af
hitanum,“ vældi kanínan.
„Hver vildi líka vera kanína á
svo sjóð-heitum degi?“
Hún settist döpur og
óskaði þess að vera bara
eitthvað annað en kanína,
jafnvel gömul kónguló með
allt of marga fætur!
En skyndilega hvolfdust
yfir svört ský. Og vindur blés
— svo svalur að hárin á
íkornanum stóðu í allar áttir.
Stórir dropar skullu á
jörðinni. Dropp, dropp,
sögðu þeir. Skær elding lék
um himin-hvolfið og þrumur
hljómuðu ógurlega: Búmm -
búmm - búmtí - búmm.
íkorninn reis upp á aftur-
fæturna af skelfingu.
Kanínan skaust niður í
næstu göng að bústað sínum.
Og engin hugsun komst að
fyrr en hún kom í notalega
holuna.
En þá sagði hún líka við
sjálfa sig:
„Hve yndislegt er að vera
kanína og eiga heimili í holu.
Það er í rauninni ekkert sem
hentar lítilli, ljósbrúnni
kanínu betur.“
21