Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 32

Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 32
..Vlf) FAIM MEIRI SUIKI I'I'M FR4 IIIM M FÉLÖCIMJM“ SEGIR JÓHANN JÓHANNSSON SPRETTHLAUPARI ÚR ÍR_ ÍR-ingar hafa á undanförn- um árum átt á að skipa stór- um hópi ungra og efnilegra frjálsíþróttamanna. Þeir hafa sigrað í bikarkeppni FRÍ árum saman og oft hefur miklu munað á þeim og því félagi sem næst hefur komið. Einn þeirra sem gert hafa garðinn frægan í ÍR á síðustu árum er 21 árs piltur - Jó- hann Jóhannsson. Æskan náði tali af honum fyrir skömmu. Hvenær byrjaðir þú að æfa frjálsar íþróttir? Ég var tólf ára gamall þegar ég byrjaði að æfa. Þá var ég í Leikni en þegar ég var sextán ára gekk ég í ÍR og hef verið þarsíðan. Hverjar eru þínar aðalgreinar? Ég hef eingöngu stundað hlaup og þá einkum spretthlaup. Aðalgreinarn- ar eru þá 100 og 200 metra hlaup. Hvernig er æfingum þínum háttað í aðalatriðum? Það má segja að við byrjum á haustin á að byggja upp. Þá hlaupum við úti og byggjum upp þrek. í nóv- ember taka síðan við lyftingar og aðr- ar styrktaræfingar og þær standa fram í maí. Þá er dregið úr þeim og farið að hlaupa spretti og huga að undirbúningi undirkeppni. Ég æfi fimm sinnum í viku, yfirleitt tvo til þrjá tíma í einu. Hvenær var það sem þú fórst að sjá árangur af æfingunum í keppni? Þegar ég var sextán ára. Þá byrjaði ég að keppa við þá sem eldri voru en ég og ári seinna, þegar ég var sautján ára, var ég valinn í unglingalandsliðið. Jóhann ásamt Guðmundi Þórarinssyni 'Hálstþróttaþjálfara. Átján ára keppti ég svo í fyrsta skipti i landsliði íslands í frjálsum íþróttum. Og ég hef verið í því síðan þá. Hvað er hópurinn sem æfir frjálsar hjá ÍR stór? Það eru tuttugu og fimm manns sem hafa æft af fullum krafti í allan vetur. Þá á ég við þá sem eru fimmtán ára og eldri en svo æfa líka yngri krakkar, tíu tiltólfára. Nú hefur þú keppt gegn erlendum jafnöldrum þínum. Eru íslenskir kepp' endur í unglingaflokkum sam- keppnisfærir við erlenda jafnaldra? Við eigum nokkra unglinga sem standa erlendum jafnöldrum fyllilega jafnfætis, aðallega í spretthlaupum oð stökkum. Það má til dæmis nefna Bryndísi Hólm og Svanhildi Kristjóns- dóttur. En þeir eru ekki margir og breiddin er lítil hjáokkur. Eru einhverjar greinar vinsælli en aðr- arum þessar mundir? Það er mikil gróska í spjótkasti núna eftir að Einar Vilhjálmsson og Siguröur Einarsson hafa staðið sig jafnvel og raun bervitni. Hvar æfið þið ÍR-ingar? Á veturna æfum við í Baldurshaga, ^ndir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þar er ekki góð aðstaða, aðeins 50 metra löng braut. Það eru lítil sem ®nQin tök á að stunda kastgreinar. Ir|nanhússaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir ^antar. Hún er víðast annars staðar í heinninum en ekki hér á landi. Það er siæmt. Á Valbjarnarvelli er mjög erfitt aefa hástökk og stangarstökk. h|laupabrautin þar er þokkaleg núna en bað vantar mikið á að hún sé jafn- 9óð og brautir erlendis. . Ólafur Unnsteinsson þjálfar ÍR-inga ' sumar. Hann á mikið verkefni fyrir ndndum. Jóhann telur að hin félögin Veiti IR-ingum meiri keppni í sumaren e^ndanförnum árum. Hann telur að ^R-ingar og HSK-menn auk FH-inga Verði skæðir keppinautar. Það eru °^aorð Jóhanns Jóhannssonar ÍR- ln9s í Æskuviðtali. Vonandi fylgist þið með hvernig sú spá hans rætist. Wll VOR I FRJALSIIM ÍPRÓTTLM Á ÍSLAJVDI íslenskir frjálsíþróttamenn hafa náð mjög góðum árangri á síðustu árum. Hæst ber þar árangur Einars Vil- hjálmssonar sem skipað hefur sér í raðir bestu spjótkastara veraldar á stórmótum víða um heim. Og nú á síðustu mánuðum hefur athygli manna beinst að öðrum íslenskum spjótkastara, Sigurði Einarssyni. Þeir hafa náð lengst af íslenskum frjáls- íþróttamönnum en aðrir hafa einnig náð mjög góðum árangri. Sem dæmi má nefna Odd Sigurðsson, íris Grön- teldt, Oskar Jakobsson, sem reyndar er hættur keppni, Kristján Harðarson, Þórdísi Gísladóttur og Véstein Haf- steinsson. En hvernig stendur á þess- um miklu framförum? Svarið við því er að fslenskum frjálsíþróttamönnum hefur gefist kostur á að æfa og keppa um leið og þeir hafa stundað nám í Bandaríkjunum. Þar eru skilyrði til æfinga og keppni með því besta sem býðst í heiminum en aðstööuleysi er meðal þess sem íslenskir keppnis- menn hafa kvartað yfir. Góð aðstaða býðst vestra og háskólar þar gera mikið til að laða til sín góða íþrótta- menn og búa í haginn fyrir þá þegar þeir eru komnir. Einar Vilhjálmsson vakti heims- athygli í fyrra með frábærum árangri á stigamótum Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins. Þar var hann að keppa við bestu menn í heimi og hafði oft betur. Þar með vakti hann athygli á íslandi og þeirri þjóð sem landið byggir. Einar er ungur ennþá og á áreiðanlega oft eftir að sýna á erlendum vettvangi hvað í honum býr. Hann skar sig úr að því leyti að hann kvartar aldrei undan misgóðri aðstöðu heldur gerir sitt besta hver sem skilyrðin eru. Hann er stærsta blómið sem spratt upp á nýju vori í frjálsum íþróttum á íslandi. Spurningin er hvort við eigum eftir að sjá fleiri slík á næstu misserum. Þórdls Glsladóttir og Þráinn Hafsteinsson (Þráinn var þjálfari við háskólann í Ala- bama ’85—’86). VEISTU að Jóel Sigurðsson átti islandsmet í spjótkasti í 25 ár, frá 1949 til 1974? að Vilhjálmur Einarsson var kjörinn íþróttamaður ársins fimm sinnum, 1956-1958 og 1960-1961? að Jesse Owens sigraði í fjórum areinum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936? að fyrsta viðurkennda íslandsmetið í kúluvarpi var sett árið 1925. Þá kast- aði Frank Friðriksson 10,83 m. að Bob Beamon stökk 8,90 m í lang- stökki á Ólympíuleikunum í Mexíkó? Það heimsmet stendur enn (11. maí 1986). að Emil Zatopek sigraði í 5000 metra, 10.000 metra og maraþon- hlaupi á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952? að Valbjörn Þorláksson tók þátt í þrennum Ólympíuleikum? Hann keppti í Róm 1960, Tokyó 1964 og í Mexikó 1968. 32 íþróttir 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.