Æskan - 01.05.1986, Blaðsíða 26
FJARKÖNNUN OG
A
x X ð þessu sinni œtla ég
að biðja ykkur að fara með mér í
smáferðalag og huga að
þvísem er að gerast ígeimnum.
Eins og þið sennilega vitið er ekki
ýkja langt síðan fyrsta geimfarinu
eða gervitunglinu varskotið á loft.
Það var4. október 1957. Sá atburð-
ur vakti heimsathygli enda er 4.
október 1957síðan talinn einn af
merkisdögum mannkynssögunnar.
Fyrsta slíka gervitunglið var
rússneskt og kallaðist Spútnik.
Ýmsir aðrir atburðir geimvísindasög-
unnar hafa vakið mikla athygli og verið í
heimsfréttunum en það er hins vegar ekki
öllum ljós að sífellt er verið að skjóta á loft
gervitunglum og gegna þau hinum ólíkustu
hlutverkum. Mörg þeirra eru notuð við
fjarskipti, útvarp og sjónvarp, en önnur til
könnunar á yfirborði jarðar. Lönd og höf
eru mynduð í sífellu. Þar sést gróður jarð-
ar, fjöll, dalir og borgir, hafstraumar og
ský.
Notkun gervitungla við athugun á yfir-
borði jarðar og skýjabreiðum nefnist
fjarkönnun. Geysilegar framfarir hafa orð-
ið við smíði tækjanna sem send eru upp
með gervitunglunum. Sum tækin skynja
ljósgeisla líkt og myndavélar en önnur
skynja geislun á öðrum bylgjuiengdum.
Þau geta skynjað geisla sem mannlegt auga
verður ekki vart við. Enn önnur skynja
geisla sem smjúga gegnum skýin. M. ö. o.
sum gervitunglin, sem svífa umhverfis
jörðina, geta tekið myndir af yfirborði
jarðar þótt það sé myrkri hulið og önnur
geta tekið myndir af jörðinni þótt hún sé
sveipuð skýjum.
Alþjóðlegt samstarf
Það er feiknalega dýrt að smíða gervi
tungl og skjóta þeim upp. Einungis ríkus1
þjóðir geta veitt sér slíkan munað einar og
óstuddar. Minni þjóðir hafa því komið a
samstarfi sín á milli sem stórþjóðirnar ta
reyndar þátt í líka. íslendingar notfæra s
á ýmsan hátt þessa nýju tækni og munu
væntanlega gera það æ meir eftir því seu1
líður. Það er eins og gefur að skilja einuUr
is gert í samvinnu við aðra.
Evrópska geimvísindastofnunin, seff>
samstarf Evrópulanda um fjarkönnun,
skipuleggur nú miklar rannsóknir á
löndum, höfum og hafís með hjálp gerVI’.,
tungla. Hið fyrra fer á loft árið 1989 en h>
seinna nokkrum árum síðar. Gervitungl
heita ákveðnum einkennisnöfnum eins og
flugvélar og skip. Nöfnin á evrópsku ger''
tunglunum eru ERS-1 og ERS-2.
Eins og þið sjáið á ártalinu þarf að
ef
26