Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1986, Side 34

Æskan - 01.05.1986, Side 34
f ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Nokkur orð urn gönilu stjörnurnar Þessir þrír menn hafa allir orðið Evrópumeistarar í frjálsum íþróttum. Þeir eru taldir frá vinstri: Gunnar Huseby, sem kastaði kúlu 15,56 m 1946 og 16,74 m 1960, Hreinn Halldórsson, sem varð Evrópumeistari innanhúss 1977 í San Sebastian á Spáni og kastaði kúlu 20,59 m og Torfi Bryngeirsson, Evrópumeistari í langstökki 1950. Þá stökk hann 7,32 m. Frjálsar íþróttir eins og þær eru nú iðkaðar, hafa verið stundaðar hér á landi frá því á fyrsta áratug þessarar aldar. Fyrstu mótin voru árið 1909 á Akureyri, í Reykjavík og í Vestmanna- eyjum. Þó var eitthvað keppt í frjálsum íþróttum í tengslum við frídag verslun- armanna í Reykjavík fyrir aldamót en þá eingöngu í fáeinum greinum og ekki var um skipulögð mót að ræða. Eftir fyrri heimsstyrjöldina jókst áhug- inn á hlaupum, aðallega lang- hlaupum. Þá komu fram góðir hlauparar eins og Jón Kaldal, sem keppti meðal annars á Ólympíuleikun- um 1912, og Magnús Guðbjörnsson sem var fremstur langhlaupara hér á landi um langt árabil. Gullöld Eftir síðari heimsstyrjöldina hófst gullöld frjálsra íþrótta á Islandi. 1946 keppti Gunnar Huseby á Evrópu- meistaramóti í frjálsum íþróttum í Osló og sigraði í kúluvarpi. Árið eftir varð Haukur Clausen Norðurlandameistari "n • Vilhjálmur Einarsson - Melbourne 1956 í 200 metra hlaupi. Á Evrópumeistara- mótinu 1950 í Brussel urðu tveir ís- lendingar sigurvegarar. Huseby sigr- aði í kúluvarpi eins og fjórum árum áður og Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki. Hann hafði reyndar einnig tryggt sér rétt til að keppa til úrslita í stangarstökki en varð að velja á milli þar sem keppt var til úrslita í báðum greinum á sama tíma. Hann valdi langstökkið og sigraði. Við sigrum Dani Árið 1949 sigruðu íslendingar Dani í landskeppni í fyrsta sinn. Á árunum þar á eftir náðu íslenskir íþróttamenn mjög góðum árangri í keppni hér a landi og erlendis. Auk þeirra sem fyrr eru nefndir má minna á Örn Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson, Hilmar Þon björnsson og síðast en ekki síst VH- hjálm Einarsson sem náði öðru saeti ' keppni i þrístökki á Ólympíuleikunum i í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Hann hafði reyndar forystu um tíma í keppn' inni en Brasilíumaðurinn Da_ SiHa hafði betur í lokaumferðunum. Áranð' ur hans komst aftur í hámæli 1904 þegar sonur hans, Einar keppti a Ólympíuleikunum í Los Angeles oQ átti raunhæfa möguleika á verðlauna- sæti enda þótt það næðist ekki þá. En það sannar kenninguna um að sjald' an fellur eplið langt frá eikinni. 34

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.