Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1994, Page 21

Æskan - 01.06.1994, Page 21
TEIKNIKEPPNI ÆSKUNNAR Dragið fram blýant, blöð og liti! Setjist við borð með blað fyrir fram- an ykkur, takið blýant í hönd, hafið litina tiltæka, rekið tungubroddinn örlítið út fyrir varirnar og byrjið að teikna! Vandið ykkur vel því að til mikils er að vinna í keppninni. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal - og margir hljóta verðlaun: Teikniá- höld, íþróttavörur og fleira. Þeim verður nánar lýst í næsta tölublaði Æskunnar. HVAÐ Á AÐ TEIKNA? af körfuknattleiks-snillingnum Mich- ael Jordan á sínum tíma og efum ekki að það sama verður uppi á ten- ingnum núna. REGLUR ... Þið ráðið hvort þið sendið mynd af Magnúsi og líka góðum vinum - eða einungis öðru myndefninu. Ekki má draga myndina í gegn- um blað. Dómnefndin áttar sig strax á hvort það hefur verið gert. Magnús Scheving - og/eða góða vini. Keppnin er tvíþætt. Verðlaun verða veitt fyrir hvort tveggja, mynd af Evrópumeistaranum og „heims- meistaranum okkar“ í þolfimi, Magn- úsi Scheving - og góðum vinum. Vinirnir geta verið tveir eða fleiri, t.a.m. krakkar - eða dýr, eða krakki og dýr, eða roskinn maður/kona og barn/unglingur. Flest ykkar hafa séð Magnús sýna þolfimi-æfingar, annaðhvort í sjón- varpi, á útihátíðum eða skemmtun- um innanhúss. Flér í blaðinu eru líka nokkrar myndir af honum! Þess vegna eigið þið auðveldlega að geta teiknað hann, kannski við þær æf- ingar sem þið dáðust mest að. Við fengum margar góðar myndir Myndirnar verða metnar með tilliti til aldurs teiknarans. Fimmtán ára og yngri keppa um verðlaunin - en viðurkenning verður veitt í „hrukkudýraflokki", sextán ára og eldri (tillaga lesanda). Myndirnar skal senda fyrir 5. nóv- ember nk. Munið að rita nafn ykk- ar, heimilisfang, fæðingardag og -ár á bakhlið blaðsins. Merkið umslagið þannig: Teiknikeppni Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Æ S K A N 2 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.