Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1994, Side 48

Æskan - 01.06.1994, Side 48
Stefnir þú að frekara söng- eða tónlistarnámi? Ég er í brjálæðislegu söng- og tónlistarnámi með allri þessari spila- mennsku - en það væri samt gaman að fara í tíma til einhvers söngkenn- ara sem skammaði mann á réttum stöðum. Hvað vildir þú helst vera? Drottning - sem þyrfti ekki að gera neitt nema fara í hárgreiðslu all- an daginn. í hvaða skólum hefur þú verið? Vesturbæjarskóla (sem þá var í gamla Stýrimannaskólanum), Hagaskóla (sem mér leið ekki vel í) og MH (sem yndislegt var að vera í og þar byrjaði þetta allt saman). Hver fannst þér skemmtilegasta námsgreinin? Mér fannst skemmtilegast í mat- reiðslu-, smíði- og saumatímum. Hefur þú tekið mikinn þátt í fé- lagsstarfi - í og utan skóla? Ég var aðal-driffjöðrin í öllu því fé- lagsstarfi sem ég mögulega gat komist í, ritnefnd skólablaðsins, leik- listarfélögum, kór, myndbanda- klúbbi, skemmtinefnd og sem aug- lýsingafulltrúi en samt gætti ég mín alltaf á að sækjast aldrei eftir mestu ábyrgðarstöðunum, t.d. að verða skólastjórnarfulltrúi eða forseti skóla- félagsins, því að á þeim vígstöðvum gerist aldrei neitt - eins og flestir vita. Stundar þú íþróttir? Ég er á móti íþróttum. Ég er „anti- sportisti". Næsta spurning, takk! Hvert er helsta áhugamál þitt annað en tónlist? Kvikmyndir... og veiðiferðir. Eftirlætis- tónlistarmaður/menn: Burt Bacharach, Kate Bush, Björk, Dusty Springfield, Karen Carpenter o.fl. hljómsveit: HAM tónverk: „Moments in Love“ eftir „Art of Noise“, „0, Superman" eftir Laurie Anderson - o.fl. einstakt lag: „Walk on By“ eftir Burt Bacharach. leikarar á sviði - íslenskir: Edda Björgvins, Ólafía Hrönn /erlendir: Chita Rivera leikarar í kvikmyndum - ís- lenskir: Allir sem léku í Morðsögu / erlendir: Chesty Morgan. rithöfundur: Auður Haralds Ijóðskáld: Böðvar Björnsson, Davíð Stefánsson bók: „The Encyclopedia of Bad Taste" hljóðvarpsmaður: Gerður G. Bjarklind sjónvarpsmaður: Sigursteinn Másson þáttur í Ijósvakamiðlum: Sætt og sóðalegt persóna í skáldsögu: Lína langsokkur dýr: Kettir matur: Thai-matur. Hvaða hljómsveitir þótti þér bestar þegar þú varst á barns- og unglingsárum? Mér fannst Eurythmics, WHAMI, Janet Jackson og Madonna algjört æði! Einnig Five Star, Human League, Tracy Ullman og Boy Geor- ge m/Culture Club. Hvaða bækur fannst þér þá skemmtilegast að lesa? Ástrík, Hin fjögur fræknu, Línu Langsokk og allt eftir Auði Haralds. Hefur þú ferðast víða? Sem betur fer hef ég getað ferð- ast víða. Ég hef komið til Danmerk- ur, Bretlands, Svíþjóðar, Spánar, Ítalíu, Ungverjalands, Hollands og Bandaríkjanna. Hvaða staður þykir þér falleg- astur - á íslandi - erlendis? Maður hefur svo sem séð marga fallega staði erlendis en ísland er jafn-fallegasta land sem ég hef séð. Ég hef fengið það á hreint á þessum ferðalögum með Milljónamæringun- um. Hvert langar þig mest til að ferðast? Meira um Bandaríkin. Hvað hefur þér þótt sérstæðast á ferðum þínum? Liðið sem maður hitti. Hvaða árangur þinn hefur þú verið ánægðastur með? Leik og söng í „Rocky Horror", Stuð-plötuna, útvarpsþættina Sætt og sóðalegt, og lagið „The Look of Love“ á Milljónamæringaplötunni. Hverja metur þú besta kosti fólks? Þegar það mætir á böllin og kaupir plöturnar. Hvað þykir þér síst í fari fólks? Þegar það veit að mér þykir vænt um það en þarf endilega að heyra mig segja þeim það, hvað sem það kostar! Að lokum fylgir tæmandi listi yfir allar þær plötur sem Páll Ósk- ar hefur sungið á eða tekið þátt í: Söngævintýrið, Hans og Gréta (1979, Geimsteinn); Áhöfnin á Halastjörnunni, Eins og skot, lag: Sonur sjó- mannsins (1980, Geimsteinn); Við jólatréð, safnplata með diskó-jólalögum, útsetningar, Gunnar Þórðarson (1981, Fálk- inn); Stígvélaði kötturinn, (1983, Geimsteinn); Áhöfnin á Halastjörnunni, Ég kveðju sendi-herra, lög: Til ömmu og Blindi drengurinn (1982, Geimsteinn); Gúmmí-Tarsan, úr samnefnd- um söngleik, uppfærsla Leikfé- lags Kópavogs (1982, L.K.); Og það varst þú, lög: Vasa- peningurinn, Hringrásin og í bljúgri bæn (1983, Skálholt); Rocky Horror, úr samnefnd- um söngleik í flutningi Leikfélags MH (1991, P.S.músík); Minningar, safnplata með ýmsum flytjendum, lög: Yndislegt líf, Þrek og tár, Til eru fræ (1991, P.S.músík); Vikivaki, safnplata með ís- lenskum þjóðlögum, m.a. lagið, Kvölda tekur (1992, Nýmæli sf.); Páll Óskar - Stuð, fyrsta „sóló“platan. Lög t.a.m.: Ljúfa líf, TF-Stuð, Stanslaust stuð (1993, Smekkleysa); Páll Óskar og Milljónamær- ingarnir, Milljón á mann. Meðal laga: „Speak up Marnbo", „Negro José“, „The Look of Love (1994, Smekkleysa). 4 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.