Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Síða 54

Æskan - 01.06.1994, Síða 54
Pósthólf 523, 121 Reykjavík. Umsjón: Sigurborg Sveinbjörnsdóttir. FITA - OC BÓLUR ÁTUNGU Kæri Æskuvandi! 1. Hvað á að gera til að losna við fitu af lærum og maga? 2. Hvernig er hægt að losa sig við bólur sem eru aftast á tungunni? Hakeem. Svar: 1. Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af vexti þínum. Stúlkur á þínum aldri eru að vaxa. Það er gott að þú skulir stunda í- þróttir. Haltu því áfram! En ég er ekki alveg eins ánægð með að þú skulir reykja. Best væri að þú legðir þann ósið af áður en þú verður háð tóbakinu. 2. Efri hluti tungunnar er settur smáum totum. Það eru bragðlaukarnir. Ég átta mig ekki nógu vel á hvort það eru þeir sem eru bólgn- ir. Flestir sjúkdómar í tung- unni eru minniháttar og læknast fljótt. En rétt er að leita læknis til að fá úr því skorið hvað um er að ræða. Sumir hafa fæðuofnæmi sem kemur fram á tungu. Þá roðnar hún, bólgnar og verður aum. Vonandi verður þú ein- hvers vísari. Þakka þér fyrir bréfið. VINKONULEIT Sæl, Sigurborg! Ég hef lesið Æskuvandann frá því að ég varð áskrifandi 1992. En ég hef ekki fundið ráð við vanda mínum. Þegar ég var sex ára (ég er tólf núna) eignaðist ég vin- konu. Köllum hana KM. Hún varð síðar besta vinkona mín. En hún fluttist til Svíþjóðar. Næstu 2-3 árin saknaði ég hennar svo mikið að ég grét stundum þegar ég hugsaði um hana. Samt gleymdi ég henni smám saman. Fyrir stuttu sá ég konu ( sundi. Hún minnti mig á móð- ur KM. Þegar ég kom heim hugsaði ég ekki meira um það. En í morgun las ég gömul bréf frá henni. Nú veit ég ekki hvar hún dvelst en ég sakna henn- ar. Ég er sæmilega vinsæl og á margar vinkonur en hún er einhvern veginn alltaf í huga mér. Nú spyr ég hvernig ég geti komist að því hvar hún er. Ég þekki ekki ömmu hennar eða afa og veit ekkert um þau. Ég hef skrifað bréf þangað sem hún átti heima. Get ég hringt eitthvað til að afla upp- lýsinga. Vertu svo góð að hjálpa mér! Grýla. Svar: Þakka þér fyrir bréfið. Ég skil vel að þig langi til að hitta eða heyra frá vinkonu þinni. Enn er von til þess þó að langt sé um liðið. Hugs- anlegt er að Hagstofa ís- lands, þjóðskrárdeild, geti hjálpað þér. En líklega þarftu að gefa upp fullt nafn henn- ar, fæðingardag og heimilis- fang, þ.e.a.s. þar sem þau áttu heima áður en þau flutt- ust til Svíþjóðar. Gangi þér vel! ALVARLECT MÁL OC UNCLINCA- BÓLUR Svar til „Hræðslu“. Það er alvarlegt mál sem þú lýsir og þarf að leysa í samvinnu við foreldra þína. Reyndu að tala máli þínu við móður þína fyrst í stað. Út- skýrðu fyrir henni reynslu þína og áhyggjur. Þú minnist á virðingu. Hún er mjög mikilvæg. En virðingu ávinnur maður sér vegna góðra verka eða framkomu. Það er talið sjálf- sagt að börn beri virðingu fyrir fullorðnum en stundum hegðar fullorðið fólk sér þannig að börn geta ekki borið virðingu fyrir því. Ef góð samvinnu tekst með þér og báðum foreldr- um þínum veit ég að þú átt eftir að líta framtíðina bjart- ari augum. Það síðara, sem þú nefn- ir, „unglingabólur", er vandamál margra unglinga. í flestum tilvikum gengur það yfir á stuttum tíma. Ástæðan fyrir því að margir unglingar fá bólur eru þær hormóna- breytingar sem verða við upphaf kynþroskans. Breyt- ingarnar valda aukinni fram- leiðslu fitukirtla og á yfir- borðs-húðfrumum. Ung- lingabólur eru ekki alveg eins algengar hjá stúlkum og piltum - en stúlkur fá einkum bólur þegar þær hafa blæðingar. Margir unglingar taka þetta mjög nærri sér. En það borgar sig ekki að kreista bólur í andliti vegna mögu- leika á að sýking berist í þær. Nokkrar tegundir bólu- lyfja er hægt að kaupa án lyfseðils. Þau geta hjálpað í sumum tilfellum. Hafir þú gelgjubólur á háu stigi skaltu leita til læknis. Hann gefur þá væntanlega ávísun á sérstök lyf. Gangi þér vel! HÁRVÖXTUR- HÁRLOS Kæra Sigurborg! Ég er 13 ára og á í dálitlum vanda. Ég er komin með mikið hár undir handarkrikunum. Það er mjög subbulegt og Ijótt. Ég kann ekki að raka það og þori ekki að spyrja neinn. í þokkabót er ég með mikið hárlos. Ég hef lengi ætlað að skrifa en læt loksins verða af því. Ég hef lesið mörg bréf en aldrei séð neitt líkt þessu. Hvað lestu úr skriftinni? Fjóla frænka. Svar: Umhirða hárs er mjög mikilvæg. Margar konur fjar- lægja reglulega hár af á- kveðnum svæðum ef það er talið spilla útliti, einkum ef það er dökkt. Flestar að- ferðir til þess eru einfaldar og sársaukalausar. Algeng- ast er að raka sig. Það hent- ar flestum hlutum líkamans vel. Háreyðandi krem hentar alls staðar vel en getur þó ert viðkvæma húð. Ég ráðlegg þér að fá til- sögn hjá móður þinni í fyrsta skipti, hún hefur áreiðanlega reynslu á þessu sviði. Ég hefði þurft að fá betri upplýsingar um hárlosið en þú gefur, hve lengi þetta hefur varað og hve mikið það hefur verið. Ég vil því ráðleggja þér að hafa sam- band við heimilislækni þinn og fá ráðleggingar frá hon- um, Skriftin er snyrtileg og skýr. Kær kveðja. 5 4 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.