Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 15
124
Nýtízkuborgir.
[Skírnir
garðar að húsbaki. Hús verkamanna eru einlyft eða tvílyft,.
tvö og tvö bygð saman. Lengd þeirra
flestra, er að götu veit, er um 5,h st.
(tæpar 9 álnir) en breiddin oftast nokkru
meiri, 7-8 st. Á neðsta gólfi er venju-
lega 1) íbúðareldhús, 2) stofa, 3) þvotta-
og baðklefi, en á lofti uppi þrjú svefn-
herbergi1). Kjallari er enginn. Húsin
eru af einfaldri ódýrri gerð, prjállaus en
sérlega smekkleg og svo breytileg að
ytra útliti, að götur eru mjög tilbreyti-
legar á að sjá, þó húsin séu mjög lík
að stærð og herbergjaskipun. Millibilin
milli húsagafla (húsasundin) eru 5 st.
Lóðin, sem húsi hverju fylgir, er löng
ræma um 12—15 st. á breidd en fullar
30 st. á lengd, að meðaltali 500 □ st.
(»/o úr dagsl.). Kokkur hiuti hennar
gengur í blómgarðinn framan hússins,.
en mestur hlutinn liggur að húsabaki og
)o -Sm er notaður til matjurta og ávaxtarækt-
„ , unar. Garðstærðin var aðallega miðuð
Hagnýting 2. húslóða við Það> að hver húseigandi hefði svo
í Bournville. mikið land, sem líklegt væri að hann
Wettir)rifi skráutWómj kæmist yfir að rækta í frístundum sín-
Sstígur, Hhlaðfram um svo að vel væri, en auk þess gera-
vöflur bSa,nmM rnat- garðarnir að sjálfsögðu bygðina dreifðari
jurtagarður. A aldin- og loftið betra. Þá er það og mikilsvirði
garður. ag vej.kamenn, sem eiga að vinna allan>
daginn-við til-breytingarlaust verksmiðjustarf geti haft eitt-
hvert annað frábrugðið útistarf að dunda við í frístund-
um. Það er svo sem sjálfsagt að með svo riflegu milli-
') Herbergjaskipun er svipuð þeirri sem sýnd er á 6 mynd af vinnu-
mannahúsum i Port SuDlight.