Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 21
'Skirnir]
Nýtízkuliorgir.
129
en í beztu sveitum. Eftir var að sýna hversu almenn-
ingur gæti notið þessara gæða, þegar engum vellauðugum
mönnum var til að dreifa, og hinsvegar hversu hjá því
yrði komist, að sveitir kæmust í auðn og órækt. Þetta
kemst fyrst á rekspöl með sveitaborgaliugmynd Ebeneser
Howards (G-arden City hreyflngunni).
*Á morguru. Árið 1898 kom út bók i Englandi með þess-
um titli.1) Höfundurinn hét Ebenezer Howard.
Hann var lítt lærður hraðritari, en hafði þó mörgu kynst
um dagana við hraðritarastarf sitt, og meðal annars hin-
um margbrotnu vandamálum borganna. Honum hafði kom-
ið til hugar einfalt ráð, til þess að komast út úr vandræð-
unum, til þess að fullnægja þörfum verksmiðjueigenda,
sem þurftu að hafa verkamenn svo þúsundum skifti rétt
hjá vinnuskálum sínum, þrá og þörf fjölda manna til þess
að búa í borgum, að geta fengið þar hús og heimiii fyrir
sanngjarnt verð, sem væru þó sæmileg í alla staði, og alt
þetta án þess að koma í bága við ræktun landsins og hag
sveitamanna. Frá þessum liugmyndum sínum og tillögum
skýrði hann ítarlega í bók sinni, sem flestir töldu í fyrstu
fáránlegan loftkastala og annað ekki, en varð þó heims-
kunn og heimsfræg á örfáum árum.
Howard leit svo á, að ókleyft væri að endurbæta
gömlu borgirnar. Þar væri landið orðið svo dýrt, að það
eitt gerði allar róttækar endurbætur ókleyfar. í stað þess
að auka endalaust þessar risavöxnu gömlu borgir lagði
hann til, að menn stofnuðu n ý j a r á hentugum stöðum
uppi í sveitum, eða að minsta kosti all-langt utan stór-
borganna. Þessum nýju borgum vildi hann setja ákveðin
takmörk, ekki láta þær vaxa fram úr ákveð-
inni íbúatölu (30.000). Þegar hver borg væri full-
bygð, skyldi stofna nýja á öðrum stað í hæfilegri fjarlægð.
Sá hagur fylgir þessu, að nákvæma og rétta áætlun má gera
um alt skipulagið, gera alt frá fyrstu byrjun þannig, að það
l) Síðar yar bókm nefnd: The Grarden Cities of to-morrow.
. » 9