Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 22
130
Nýtízkuborgir.
[Skírnir-
verði til frambúðar, í stað þe3s að venjulegar borgir vaxa
íijótt frá öllu sem gert er, svo sífelt þarf að rífa niður og.
byggja nýtt í staðinn, oft með geysilegum kostnaði. Stóra
borgunum hættir og við að verða óviðráðanleg bákn, ekki
sízt hvað fátæka lýðinn snertir. Annan kost taldi hann
og fylgja því, að borgir væru margar og ekki mjög stór-
ar: landið yrði betur ræktað. Hvergi er ræktun betri í
sveitum erlendis eða arðsamari en umhverfis borgirnar,
því bæði er bezti markaðurinn fyrir sveitavöru þá rétt
við hendina og oft auðvelt að afla áburðar í borgunum..
Margar, skaplega stórar borgir, dreifðar út um alt land.
gætu þannig orðið mikil lyftistöng fyrir r æ k t u n lands-
ins og sveitabúskapinn.
Þá var það annað nýmæli í bók Hovards, að alt
landið, sem bærinn væri bygður á, skyldi vera a 1 m e n n -
i n g s e i g n og eigi að eins það, heldur öll sveitin um-
hverfis bæinn. Tilgangurinn með þessu var fyrst og.
fremst sá, að verðhækkunin, sem alls ekki er einstakl-
ingum að þakka heldur félagsheildinni, skyldi renna i
hennar sjóð, en ekki landeignabraskara. A þennan hátt
getur og félagsheildin sett skýr takmörk fyrir hóflausri.
verðhækkun og bindrað það, að liún sprengi húsaleigu.
upp úr öllu valdi í bænum og verð jarðanna umhverfis-
hann. I slikum bæ getur þá enginn húseigandi eignast
landið, sem hús hans er bygt á, og enginn bóndi jörð sína.
Allir eru leigjendur bæjarins, með ákveðnum, sanngjörn-
um skilmálum, en leigan getur verið mjög trygg, t. d.
erfðafesta. Ef bærinn ætti riflegar lendur hringinn í kring,.
var og loku skotið fyrir það, að aðrir bæir lyktu hann.
inni eins og raun hafði orðið á í Saltaire.
Um s k i p u 1 a g slíkra bæja, hvernig húsum, götum>
o. fl. skyldi skipað, gerði Howard ákveðnar, viturlegar
tillögur og skýrði þær með uppdráttum. í miðjum bæ
áttu að vera garðar miklir og fáeinar stórbyggingar
(spítali, ráðhús, banki o. fl.). Umhverfis lystigarða þessa
og íþróttavelli lágu íbúðargöturnar í hringjum, hver fyrir
utan aðra en breiðar flutningagötur lágu frá miðjum bæ-