Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 97
204
Ritfregnir.
[Skírnir
rannsóknar það atriði, hvort prentsmiðjur hafi verið tvær samtímia-
hér á landi á fyrra hluta biskupsdóms Guðbrands biskups Þor~
lákssonar, prentsmiðjan á Núpufelli (gamla prentsmiðjan frá síra
Jóni Mattíassyni) og ný prentsmiðja á Hólum, keypt frá útlöndum
af Guðbrandi biskupi, eða prentsmiðjan hafi að eins verið ein, hin
gamla prentsmiðja, aukin að letri og prenttækjum af Guðbrandi
biskupi. Eldri höfundar, sem ritað hafa um þetta efni, síra
Gunnar Pálsson (í Typographia Islandica, handrit-
i bókhlöðu konungs í Kaupmannahöfn, sem höf. hefir notað, en
einnig er til hér í Landsbókasafni, Lbs. 75, fol.), og eftir honum
Jón Borgf irðingur (( Söguágrip um prentsmiðjur
og prentara á Islandi, Rv. 1867) eru þeirrar skoðunar, að
prentsmiðjurnar hafi verið tvær, frá því að Jón prentari Jónsson
fekk prentsmiðjuleyfið og umráð Núpufells hjá konungi (1578) til
1593. Byggja þeir mest á þeim ummælum síra Arngríme
Jónssonar í Crymogæa, sem höf. tilfærir neðanmáls á bls,
VII. En höf. tekur það réttilega fram, að orð síra Arngríms um
þetta eru svo óákveðin, að í rauniuni verður harðla Htið á þeim
bygt um þetta atriði. Nú mun mega telja örugt, að á árunum
1578—1588 er engin bók prentuð á Núpufelli, heldur er alt prent*
aö á Hólum, sem prentað er hór á landi um þetta árabil, og má
því telja vafah'tið, að engin prentsmiðja hefir verið á Núpufelli um
þann tíma. Hitt höfum vór svart á hvítu, að sálmabók er
prentuð á H ó 1 u m árið 1589 og sama ár eru prentuð á N ú p u f e 11 i
Summaria yfer þad Nyia Testamentid. Þetta verður
tæplega skýrt á annan veg en þann, að annaðhvort hafi prentsmiðjan
verið flutt frá Hólum til Núpufells þetta ár, eða að prentsmiðjurn'
ar hafi verið tvær þetta ár og nokkurn tíma á eftir (til 1591 eða
1593—1594). Höf. kemst að þeirri niðurstöðu, að prentsmiðjan
muni hafa verið flutt til Núpufells þetta ár (1589) og að hún hafi’
verið þar til 1593, en það ár er víst, að lokið er með öllu sögu
Núpufells í bókmentum landsins á þessum öldum. Það er margt,
sem mælir með þessari skoðun höf. Fyrst og fremst það, að eng-
inn munur virðist ver.t á letri Núpufells-bóka og bóka, sem áður
höfðu verið prentaðar á Hólum. í öbru lagi er það undarlegt, að
Guðbrandur biskup skuli láta prenta á Núpufelli S u m m a r i a-
yfer þad Nyia (1589) og Gamla (1591) T e s t a’m e n t i d r
ef hann hefir sjálfur haft á stólnum aðra prentsmiðju við höndinar
enda Guðbrandur biskup að allra dómi svo hagsýnn, að tæplega-
mundi hafa lagt í þann kostnað, sem óþarfur virðist með öllu, að halda-