Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 98
:Skirnir]
Ritfregnir.
205
'uppi tveim prentamiðjum í senn svo nálægum. Miklu er líklegra,
;"líkt og höf. tekur fram, að Jón prentari Jónsson hafi haft bú á
Núpufelli, sem konungur hafði veitt houum, og hafi hann kunnað
því illa að vera fjarri húi sínu; hafi því Guðbrandur biskup loks
■eftir langvint nauð í Jóni látið það eftir honum að flytja prent-
smiðjuna til Núpufells; en er Guðbrandur biskup fann, hver óþæg-
indi voru að því að hafa prentsmiðjuna svo langt í burtu frá sór,
bafi hann keypt hluta Jóns prentara í prentsmiðjunni árið 1593
(eða 1594) og flutt hana aftur til Hóla um það leyti og tekið Jón
algerlega í sína þjónustu með ákveðnu kaupi, eða Jón algerlega
horfið frá búskap. I þessu sambandi er það athyglisvert, að eftir
1594 stendur ekki nafn Jóns prentara á Hóla-bókunum, og var
hann þó prentari þar til dauðadags (1616). Síra Gunnari Pálssyni
og Jóni Borgfirðingi þykir sem þessi flutningur á preutsmiðjunni
fram og aftur só lítt hugsanlegur; en bæði gætu legið til flutnings-
ms þær orsakir, sem nú voru nefndar, og í annan stað hefir prent-
amiðjan sjálfsagt ekki verið margbrotin nó erfið í flutningi.
En þótt skoðun höf. hafi við margt að styðjast og þótt vér
þekkjum ekki nú nokkura bók, sem prentuð só á Hólum á árun-
um 1590—1593, þá rekum vór oss samt á ummæli skilríkra manna
Utu það, að bækur hafi verið prentaðar á Hólum árið 1590. Bæði
•F > n n u r biskup Jónsson (f kirkjusögu sinni, Hist. Eccl.
J s E III. bindi, bls. 234, nr. 18 og 19) og Hálfdan rektor
Einarsson (Sciagraphia, bls. 234 og 238) geta um tvær
bækur, sem prentaðar hafi verið á Hólnm þetta ár og nefna þær,
Þ- e- Musculi bænabók og Hrædeleg harmaklögun
fordæmdra í helvíte. En þótt ekki hafi tekizt að rekja
þessa síðar nefndu bók til útlendra rita, ef þydd hefir verið úr út-
fendu máli, og þótt titillinn minni á eina fyrirsögn í F i m t a n
l'jkpredikaner eftir Spangenberg (1594) og só óvenju-
legur eða ólfklegur sem aðalfyrirsögn rits (sbr. þó E. W i n t e r :
^i^n liitell Sermon vm Helvijti, og Kualer þeirra
I o r d æm d u), þá er hór samt um svo merka vituisburði að ræða,
að óvarlegt er að virða þá að vettugi. Hór við bætist það, að dr.
Jón Þork.elsson, þjóðskjalavörður, sem allir vita, að er manna
glöggvastur á þessi efni, segir í brófi til sjálfs Fiskes, sem höf. og
vjtnar f (ejá bjs 40—41 í skránni), að hann hafi í ungdæmi sínu
(á árunum 1876—1878) sóð Hræðelega harmaklögun
fordæmdra f helvíte, 1590, austur í Skaftafellssvslu; en er
•hann vildi fá bókina síðar, hafi hún eigi verið til lengur, hafði