Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 114
SSkirnir]
Ritfregnir.
221
síðsta stökk, og stigið á
ströndina hinum megin.
Mun þeim finnast, er Eyjólf muna vel, að hann komi þeim
■skýrt fyrir hugskotssjónir, er þeir heyra vísuna, eins og hann
só að létta sór yfir poll með alkunnum snarleik sínum, vindi sér
við hinumegin og teygi út frá sór stafinn á ská til að hneigja sig
íyrir áhorfenda-hópnum, — í þetta skifti hinzta sinn. Haglega er
þess og minst, að Eyjólt’ur beindi til flugs mörgum ófleygum barns-
anda, er þjóðin »virti smátt«:
Hennar vilja hallröng met
hnitmiðunum týna.
Illa vegna löngum lót
Ijóstollana sína.
Mörg eru ádeilukvœði í bókinui og kennir þar glöggrar sjónar
á ýmsar misfellur mannfélagsins. Höfundurlnn tekur ómjúkum
höndum á ranglæti, fógirnd, hræsni og öðrum ódrengskap og smá-
sálarskap. Stundum felur hann ádeilur sínar í smákveðlingum ali-
meinlegum, og sver sig þá nDkkuð í ætt við Jón Þorláksson eða
■ Steingrím Thorsteinsson. Hór eru nokkur dæmi:
Ekki er að furða, þótt á hlaupi snurða
vorn örlagaþráðinn,
þá hrekkvfsir slinnar og hópar af flónum
á heimsrokkinn spinna með öfugum klónum.
ICerling eitt sinn kát á rúmið sezt,
við karl sinn tór hún : Heyröu góði minn!
Veiztu hvaða bein mér þykir bezt
að bíta? — Það er hryggjarliðurinn.
■Heilræði til safnaðarmanns vestra:
Viljirðu fá þá von af presti
að verða sáluhólpinn,
láttu hann sjá, að sórtu bezti
safnaðarmálastólpinn.
Þessi er um »prestleysi«:
Himins beitarhúsum frá
hrópað er á vörðinn.
»Jórturtuggu jeg vil fá«
jarmar gervöll hjörðin.
Um »nýja búninginn« kveður hann-