Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 42
Skírnir] ísland og Norðurlönd. 149'
Kaupmannahafnarháskóla, sem hér kemur til greina. Það
hafa líka verið til þeir danskir menn, sem hafa unnið
mikil þrekvirki í þarfir forn-norrænna vísinda. Eitt nafn
mun aldrei gleymast á Islandi, Daninn Rasmus Kristjárr
Rask, sem með riturn sinum mest kom mönnum til að
stunda fornmálið, og lagði grundvöll undir þá fjörugu
blómaöld þess konar vísinda á fyrri hluta 19. aldarinnar,.
og jafnframt því stofnaði hann hið íslenzka Bókmentafé-
lag, sem varð til þess að menn fóru aftur fyrir alvöru að
leggja kapp á vísindi á íslenzka tungu, og að tungan
sjálf endurreistist úr niðurlægingu. Þá má lika minna á,
að það var annar danskur maður, Rafn, sem það er að
þakka að Landsbókasafnið í Reykjavík var stofnað.
Margir danskir vísindamenn hafa átt mikinn þátt í
því að rannsaka náttúru íslands, og danskar opinberar og
vísindalegar stofnanir hafa verið mjög örar á að styrkja
íslenzka vísindamenn til þess konar starfa. Eg finn sér-
staklega ástæðu til að geta um landmælmgar danska lier-
foringjaráðsins og kortagerð þess á íslandi, það er afarerfitt
og dýrt veik, og eins og sanngjarnt er, borgar Island
mikinn hluta kostnaðarins, en Danir greiða bæði stórfé
til þess, og það sem meira er i varið og ekki er hægt að'
meta i peningum, þeir láta reynda og dugandi herforingja
framkvæma verkið, menn sem hafa fengið alveg sérstaka
tilsögn og reynslu í þess konar störfum.
Sá litli vísir til fagurra lista sem nú er að finna á
Islandi á líka íót sína að rekja til þjóðmenningar Dana.
Islendingar, sem hafa viljað leggja stund á sönglist, mál-
aralist, myndasmíðar og byggingarlist hafa leitað til Dan-
naerkur og verið þar vel tekið. Framtíð þessara lista á
Islandi mun undir því komin, hvort þær fá á sig þjóðlegam
blæ, og geta því komið fram með eitthvað nýtt og óþekt
til að auðga alheimsmenninguna með; einstöku listiðnar-
greinar hafa alt af verið á háu stigi á íslandi (t. d. gull-
og silfursmíðar), og má búast við að þær dafni betur;.
þjóðlög vor vantar enn þá menn eins og Grieg, sem geti
notað þau í lagsmíðar, sem geti orðið sönglífi alheimsins-