Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 28
136
Nýtizkuborgir.
[Skírnir'
notið í húsunum. Þó nýja stefnan í byggingum borga
geri ráð fyrir, að stórhýsin geti átt við á stöku stað, helzt í
verzlunargötum og dýrasta miðbiki borga, þá másegja, að'
hún telji slíkt neyðarúrræði. Hefir það verið sýnt með
ljósum rökum, að nálega allir kostir stórhýsanna séu bygðir
á misskilningi einum, en gallar þeirra ómótmælanlegir.
Það hefir t. d. komið í ljós, að þéttbýlið er víða
engu meira að meðaltali í borgum með
m ar g 1 y f tu m h ú s u m, e n í li i n u m , s e m eru:
eintóm smáhýsi, oggötur verða þar engm
styttri en aftur miklu dýrari. Háu húsin leiða
til þess, aðgötur þurfa að veramjög breiðar og að halda verður
miklum svæðum óbygðum. fyrir skemtigarða o. fl. ef borg-
in á ekki að verða skaðlega óheilnæm. Kveður svo mik-
ið að þessu, að í stórborgum verður að láta nálega helm-
ing alls borgarstæðisins ganga í götur og óbygt land auk
húsagarða. Þá hefir það einnig reynst, að stórhýsin,
eru engu ódýrari en sináhýsin, þó svo hafl
fæstir haldið. Einnig er það ómótmælanlegt, að fegurð'
borga er ekki komin undir þvi, að húsin séu stór.
Hvað undarlegast sýnist það, að þéttbýlið skuli, er-
öllu er á botninn hvolft, ekki verða meira að jafnaði í
stórborgunum með háu húsunum en í nýju borgunum með
einlyftum eða tvílyftum'húsum og vænum görðum að húsa-
baki. Að svo er má sannfæra sig um með því, að athuga
hve margir menn koma að meðaltali á hvern liektara af
landi í borgum af báðum gerðum. Sést það þá, að í ný-
íízkuborgunum koma 100—185 mcnn á livern ha. en í öll-
um þorra gömlu borganna um 150, þó þéttbýlustu.
borgirnar séu jafnvel hálfu þéttbýlli.1) En uiií þéttbýli
1890 komu í Paris 310 menn á 1 ha
— — - Berlin 249 — - - —
— — - London 135 - - . —
— — - Köln 125 — - . —
— — - Niirnberg 121 — - . —
— — • Diisseldorf 86 — ■ - —
— — - Salzburg 31 — - —
(Conrad: Handwörterb. d. Staatswisseuscli. Wobnungstrage)-