Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 99
206
Ritfregnir.
[Skírnir
verið brend. Dr. Jón ÞorkelsBon nefnir hér eigi prentstaðinn, ea
hins vegar er hann svo á legg kominn um þetta leyti (J7 ára árið'
1876), að vfst má telja, að hann hafi munað rétt titilinn, sem einnig"
er býsna einkennilegur og má vera minnistæður öllum, sem sjá.
Ef því vitnisburðir þessara mætu manna eru róttir og ef prent-
staður fyrr nefndra bóka hefir verið á Hólum, þá er tæplega um
annan kost að ræða en að prentsmiðjurnar hafi verið tvær samtímis
um hríð og sameinazt aftur árið 1593 (1594). Að öðrum kosti er
ekki um annan meðalveg að ræða en þann, að sum tæki prent-
smiðjunnar hafi verið á Hólum, en sum á Núpufelli um tíma, og
lcylfa hafi ráðið kasti um það, hvor staðurinn hafi verið settur á
bækurnar sem prentstaður. Þessi tilgáta er að vísu ekki mjög
líkleg, og ekki hefi eg sóð henni haldið fram, en ekki er það samt
með öllu óhugsanlegt, að Guðbrandur biskup hafi leyft Jóni prent-
ara að hafa t. d. pressuna (eða letrið) á Núpufelli þetta umrædda
árabil. Ef það er rótt, að Jón prentari hafi með sjö sveinum unnið
að prentun biblíunnar, eins og síra Arngrímur Jónsson
segir í Crymogæa, þáer ólíklegt, að Jón hafi þurft að sinna
öðrum prentstörfum hin síðari árin en þeim, sem vandasömust voru,
og þá einkum hafa á hendi »þrykkinguna«, ef til vill. Og ekki
verður séð, að mikil óþægindi hafi verið samfara því að flytja t.
d. leturarkirnar leiðróttar frá Hólum að Núpufelli (eða vice versa)j
eigi meira óhagræði, nema minna sé, en ef alt hefði verið í senn
á Núpufelli, prentsmiðjan og letrið; með þeim hætti hefði þurft að
ganga því nær daglega póstur frá Hólum til Núpufells með hand-
rit og prófarkir frá Guðbrandi biskupi. Þó vil eg ekki neitt full-
yrða um þetta, heldur að eins benda á þesaa leið, að hún væri
ekki alveg óhugsanlegur millivegur, svo framarlega sem til fulls
færðust sönnur á það, að vitnisburðir fyrr greindra manna væru
róttir og að bækur liefðu verið prentaðar á Hólum þetta ár (1590)'
eða þau ár, sem bækur voru og prentaðar á Núpufelli.
Nú þótt margt mæli með skoðun höf. um prentsmiðjuna, með-
an ekki er fengin full sönnun um prentun á Hólum um þetta ára-
bil (1590—1593), þá þykir mór samt að öðru leyti sumt athuga-
vert, sem höf. heldur fram í þessum kafla inngangsius.
A bls. IY—VI læðir um útvegu Guðbrands biskups, þessa
mikilvirka manns, til þess að fullkomna prentsmiðjuna. í því skyni
ritar hann vini sínum, Páli Madsen Sjálandsbiskupi, bróf, og er það'
prentað i kirkjusögu Finns biskups Jónssonar (Hist. Eccl. Isl. III-
bindi, bls. 373—374). Finnur biskup telur (1. c. bls. 372—373)^