Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 38
■‘Skdrnir]
ís'land og Norðurlönd.
145
rsænska nýlendan, sem varð kjarninn í rússneska heims-
ríkinu, og heldur ekki hin voldugu ríki Dana og Norð-
manna á Bretlandseyjum og Frakklandi, en það er norska
mýlendan á íslandi, lítilsmegandi gagnvart öðrum þjóðum
ær á völdin og máttinn er litið, en það er nú samt einasta
norræna nýlendan þar sem sjálfstæð norræn menning hefir
:getað haldist, og okkar litla þjóð hefir gert hvað í hennar
valdi stóð til að endurgjalda okkar gamla móðurlandi,
’Noregi, með því að vernda hina fornu sameiginlegu tungu
'vora, og minningar fornrar frægðar, og þá um leið margt
-og mikið um hinar bræðraþjóðirnar. A þennan hátt er
Island orðið eitt af þeim böndum, sem tengir norrænu
þjóðirnar hvað mest saman; það er gamalt orðtæki að
allar leiðir liggi til Rómaborgar — en í sögu Norðurlanda
iiggja allar leiðir til Islands.
Mig langar nú samt ekki til þess að fara að útmála
hér fyrir okkur ágæti forfeðra vorra. Við Islendingar á
tuttugustu öldinni stundum auðvitað vandlega fornmál
okkar, bókmentir og menning, en það gerum við auðvitað
fyrst og fremst sjálfra okkar vegna og ekki vegna bræðra-
þjóðanna, enda þótt það geti komið fyrir að þær geti
haft gagn af því, og líka af andlegu lífi okkar nú á dög-
um. Miklu fremur vildi eg minnast á það livað við Is-
lendingar eigum að þakka hinum norrænu þjóðunum.
Fyrst vil eg þá byrja á þeirri þjóð, sem við erum
gestir hjá þessa daga. Hvað á ísland Noregi að þakka!
Já, hvað á barnið móður sinni að þakka? Við eigum
Noregi að þakka það að við erum til, fjöldinn allur af
forfeðrum vorum er þaðan kominn, enn mælum við á hina
fornu tungu Norðmanna, það sem þeim er heilagt úr
minningu liðins tíma er um leið heilagt fyrir okkur.
Þegar við íslendingar komum til Vestur-Noregs, i Sogn
og í Harðangur, þau héruð, sem flestir forfeður vorir eru
komnir frá, þá er það sem einskonar pilagrímsferð fyrir
okkur, og okkur vii'ðist fólkið vera svo líkt að útliti og
líkamsburðum löndum okkar heima, og eg býst við því,
að ef grenslast væri vandlega eftir þvi, myndi það sýna
10