Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 52
Skirnir]
ísland og Korðurlönd.
159'
Viðburðir þeir sem nú eru að gerast í heiminum,
virðast skapa ný tímamót í sögu mannkynsins, og hvetja
okkur til þess að hefjast handa þegar allra heill heimtar.
Ef Xorðurlandaþjóðirnar ætla að eiga sér framtíð sem
sjálfstæðir liðir í mannfélagsheildinni, þá veröa þær að
reyna að nálgast hvor aðra og halda betur saman en
hingað til hefir viljað verða raunin á. Okkur hérna
kemur nú ekki við hvernig fer um samheldnina í stjórn-
málunum; vort mark og mið er að auka bróðernistilfinn''
ingu milli norrænu þjóðanna. Og vonandi fer svo að þeir
verða fleiri og fleiri, sem öðlast þá sannfæringu, sem
margir okkar sjálfsagt hafa auk mín, að það að
styrkja það sem er sameiginlegt fyrir allar
Xorðurlandaþjóðir verður líka til þess að
s t y r k j a þ j ó ð e r n i hverrar e i n s t a k r ar þ j ó ð-
ar, og að margt af því sem er gott og gagn-
1 e g t h j á hverri e i n s t a k r i þ j ó ð o g n ú e i n- •
kennilegt f y r i r h a n a, m u n e r t í m a r 1 i ð a
geta orðið sameiginlegt fyrir allar þjóð-
irn'ar. Og að því er ísland snertir vil eg spyrja ykkur
getið þið hugsað yklcur Norðurlönd án íslands? Það
er ómögulegt. Og getur ísland verið án Norðurlanda?
Eg hefi enga trú á því. Og þar sem tíminn kallar á oss
að við skulum ekki vera að bíða lengur, þá leggjum hönd-
ma á plóginn. Við verðum að vinna að því marki, að
Islendingar geti fundið til þess að þeir séu i samræmi við
bræðraþjóðir sínar. Og að því verðum við að starfa bæði
við Islendingar sjálfir, þeir af okkar þjóð, sem bróðernis-
tilfinningin er orðin rótgróin í, — og svo ekki síður vinir
okkar hjá frændþjóðunum, og þar verður alþýða manna
að fá alt aðrar og miklu ljósari hugmyndir um sérstöðu ís-
lands og þýðingu þess fyrir Norðurlönd. Og eg vona að
01’ð mín hér í dag hafi getað sanufært ykkur um, að hér *
er Mikilsvert starf fyrir hendi, sem að nokkru leyti heyrir
audir verksvið félags, sem vinnur að því marki, að koma
a andlegri og bróðurlegri einingu Xorðurlanda.