Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 45
152 ísland og Norðurlönd! [Skírnir •
I samanburði við Xoreg og Danmörku verða menn-
ingaráhrifin frá Svíþjóð og Finnlandi auðvitað miklu
minni. Og þó má hér telja ýmislegt merkilegt. Fyrst
skal eg þá nefna að í byrjun 15. aldar kom prentlistin
til Islands frá Sviþjóð. Og að því er andlegt lif nútím-
ans snertir, þá eru það engar ýkjur að segja að Bellman,.
Tegnér, Seltna Lagerlöf og Runeberg líklega eru betur
kunn á íslandi en nokkurt danskt skáld, að H. C. Ander-
sen einum undanskildum. Friðþjófssaga Tegnérs hefir
verið þrisvar gefin út á íslenzku. Einkum er Runeberg í
miklum metum, og ágætar þýðingar af sumum ritum
hans, bæði úrvali úr Fánrik Stáls Ságner og öðium,.
bæði í bundnu og óbundnu máli. Lögin við kvæði Bell-
mans eru þjóðkunn á Islandi, og bæði þau, og helztu lög
sænsku stúdentasöngvaranna, eins og Otto Lindblads,
sænsk þjóðlög og svo ekki sízt Gunnar AVennerbergs, er
oft að finna á samsöngvum íslenzkra söngfélaga. Það er-
undarlegt en satt, að það er eins konar andleg frændsemí
milli sænskrar og íslenzkrar Ijóðagerðar, i báðum er mikil
áherzla lögð á fíngerða hreimsnild, vandvirkni í kveðandi,.
hljómfagurt mál og glæsilegt orðaskrúð.
Eins og þið nú sjáið höfum við Islendingar því á
mörgum sviðum lært ýmislegt af hinum norrænu frændþjóð-
um, og eg hefi viljað taka þetta sérstaklega fram tii að benda
á það, hvað mikið það er, sem við eigutn sameiginlegt. Eg
veit eg þarf ekki að vera að færa neinar sönuur á það,.
að það sé æskilegt að norræn menning haldist við lýði á
Islandi, hér i þessu félagi, sem hefir andlega einingu Forð-
urlanda sem markmið sitt. Nú renna straumar nýja tím-
ans yfir landið, Island hefir nú beint samband við Eng-
land, Ameríku, Þýzkaland og rómönsku löndin, og þvi er
það eðlilegt að erlenda menningin getur á mörgum svið-
um komist inn til okkar. Það getur vel farið svo að’
breytingar á ríkjunum i Norðurálfu, sem af stríðinu leiða,
geti haft það í för með sér, að eitt eða fleiri ríki, önnur"
en Norðurlönd, geti öðlast beinlinis eða óbeinlínis miklu
meiri völd á íslandi með auðvaldi eða menningu sinni em