Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 64
áSklrnir]
Jón Stefánsson.
171
manna og sögupersóna sinna. Og ýmsar sögupersónur J.
St. eru meira og minna ofnar hans eigin eðlisþráðum.
Það á ekki við, að gagnrýna hér þær sögur höfund-
•arins, sem eigi eru áður komnar fyrir almenningssjónir.
En eg varð að geta allra rita hans, finna samræmi þeirra
«og höfuðdrætti, til þess að geta gefið heildarmynd af höf-
undinuin, nú þegar hann er allur.
Ýmislegt liggur eftir J St. í handritum, og prentað í
hlöðum og tímaritum, annað en sögurnar. Skáldadraumar
í ritgerðarformi, t. d. »Næturhugsanir á öræfum* o. fl.,
blaðagreinar, eftirmæli og samkomuræður, því að þær
flutti hann jafnan af blöðum. Og síðast en ekki sízt vil
-eg nefna greinar hans, sem birtust í sveitarblöðum Mý-
vetninga. Þegar hann fyrst fór að gefa sig við þeirn,
var andleg leysing og vorhugur ríkjandi meðal yngri
manna í héraðinu. Nýjar skoðanir og frelsiskröfur þeyttu
nf sér fjötrunum og fjölluðu um þjóðmál — þegnfrelsi,
kvenréttindi, trúar- og kirkjumál. Og til þess að fylgja
þ)essum kröfum til framkvæmda í skipulagsformi, var
Þ j ó ð 1 i ð i ð stofnað.
Meðal forvigismanna þess í Mývatnssveit voru — auk
•J. St. — Jón í Múla og Pétur á Gautlöndum. Þeir sleptu,
•eins og hann, fyrstu fjörsprettum penna sinna í sveitar-
blöðunum. Þeir urðu fyrri en J. St. til atlögu að kenn-
inga- og kirkjumálum. En frelsisgnýrinn hafði svipuð
áhrif á hann og þegar forðum var »slegið á helluna«. Sál
hans var frá því sístreymaudi lind frjálsmannlegra, við-
kvæmra og brennandi hugsana: — »Heitur trúmaður í
•æsku, en fullorðinn andvígur kirkjunni og klerkunum;
það dvínar ekki«, skrifar hann frænda sínum. í trúar-
•efnum fór hann því jafnan fram hjá kirkjulífi og safnað-
-ar, og hélt þeirri afstöðu sinni til loka. En þrátt fyrir
það skorti hann eigi samúð né hlýleik á gleði- eða sorg-
-arfundum, örlaga-augnablikum vina sinna og sveitunga;
Jþá gaf hann þeim orð sín, anda og hjarta. Gerði hann
Jnikið að því á síðari árum, sem nú er tiðkað af leik-
anönnum í Þingeyjarsýslu, að flytja ræður við jarðarfarir.