Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 90
Skírnir] Kitfregnir. 197"
skildar fyrir það að hafa snúizt að þessu efni, þótt um stuttan
þátt mikils efnis só að ræða.
Islandica VIII. An Icelandic satire (Lof lýginnar).
Written at the beginning of the eigliteenth century by Þor-
leifur Ilalldórsson. Edited with an introduction and appendix
by Halldór Herniannsson. Ithaca, N. Y. 1915 8vo. (6+) XIX
+ 54 bls. ( + 2 bls., leiðr.).
Þetta rit hnígur að því leyti á sömu sveif sem VII. bindi í
I s 1 a n d i c a-safninu, að hér er ekki um bókfræðilega skrá að ræða,
heldur um útgáfu rits, er tekur til meðferðar viðfangsefni, sem að
nokkuru leyti má teljast vera af útlendum rótum runnið.
llinn heimskunni lærdómsmaður Erasmus, sem löngum er
kendur við Rotterdam, hefir samið rit, sem nefnt er M o r i æ E n-
comiurn (lof heimskunnar), ádeilurit, sem svo mjög var frægt á
fyrri öldum, að út kom það 40 sinnum frá því árið 1511, er það
var fyrst gefið út, til dauðadags Erasmusar (árið 1536). Er þar
einkum veitzt að klerkum, en þó yfirleitt að öllu því, er Erasmusi
þótti miður fara í líferni mauua og háttsemi og þjóðfólagsskipun.
Orðin eru lögð í munn fífli, og het'ir Erasmus gert það með vilja,
til þess að menn og stéttir manna, er hann veittist að, skyldu síður
amast við ritinu. Ritið lásu allar stóttir og jafnvel páfarnir sjálfir,
en þó var það loks banuað til lesturs kaþólskum mönnum, eu eigi
fyrr en hór um bil fimmtigi árum eftir útgáfu þess í fyrsta sinn.
En þá var rit þetta komið á ymsar tungur og margs konar stæl-
ingar af því geiðar og útgefnar.
A norrænar tuugur er þetta rit Þorleifs Halldórssonar, sem
nú er hór prentað i fyrsta sinn, hin elzta stæling á þessu riti Er-
asmusar. Þorleifur þessi var fæddur í Dysjum á Álptanesi, líklega
ar'ð 1683, lítilla manna. Jón Þorkelsson Vídalín varð prestur í
Görðum á Álptanesi árið 1696, og veitti þá athygli gáfum drengs-
ius og sagði honum til ókeypis. En er Jón Vídalín fór frá Görðum
að Skálholti, til aðstoðar Þórði biskupi Þorlákssyni árið eftir (1697),
bað hann eftirmann sinn, síra Ólaf Pétursson, fyrir drenginn, og
veitti gíra Ólafur honum tilsögn, til þess er hann komst í Skál-
holtsskóla, en þaðan útskrifaðist Þorleifur eftir tveggja ára dvöl
árið 1700. Eftir þetta hafði Þorleifur ofan af fyrir sór með kenslu
um hrið. En árið 1703 fór hann utan með tilstyrk Jóns biskups
Vídalíns. Var hann lengi í bafi og samdi þá rit það, er hór birt-
ist, raunar þá á latínu (Mendacii Encomium), en sneri því síðar á.