Skírnir - 01.04.1917, Blaðsíða 48
áSkirnir]
ísland og.Norðurlönd.
155
'leysa fyrra verkefnið, og það verður oss því auðveldara
,sem við þekkjum talsvert betur til bra*ðraþjóða vorra en
þær til okkar, eins og eg befi áður tekið fram. Eg er
þeirrar skoðunar að okkar litla félag af íslenzkum menta-
mönnum í Norræna Sambandinu í Kaupmannahöfn og sú
=deild, sem von er til að verði bráðum sett á stofn í Reykja-
vik, muni geta afrekað talsvert að því er þetta snertir,
ekki sizt þegar við sjáum að vinna vor er vel metin og
við studdir af bræðrum vorum í hinum löndunum. Og
auðvitað erum við, að svo miklu leyti sem það í voru valdi
stendur, reiðubúnir til þess að fræða menn í Danmörku,
Noregi. Svíþjóð og á Finnlandi um Island á vorum dög-
um. Á því er hin mesta þörf. Við íslendingar sem höl'-
um alið aldur okkar langan tíma erlendis, iiöfum oft oi’ðið
hissa, þegar við höfum séð þá fáfræði sem hér er um alt
sem viðvíkur nútíðarlífinu á Islandi. Það er eins og
margir séu þeirrar skoðunar, að um ieið og þjóðvaldið
leið undir lok 121)3 liafi menning þjóðarinnar í rauninni
líka verið á enda. Menn ímynda sér okkur cins og
hálfgerða skrælingja við séum einhverstaðor nálægt
norðurheimskautinu og sé okkur þar að dreyma forna
úýrð. Mörgum finst við vera eins konar steingjörvingar af
sjálfsaðdáun, þeir trúa því að okkar helzta andlega fæða
þann dag í dag séu fornu bókmentirnar, að sögurnar
okkar sé eins konar biblía fyrir okkur, að við trúum svo
■að segja öllu sem í þeim stendur, að við ekki höfum átt
neinar bókmeatir svo tali taki síðan á miðöldum, og að
jafnvel þeir íslendingar, sem hafa mentast erlendis, í raun-
inni viti sjaldan nokkurn skapaðan lilut um nokkuð
annað en ísland og íslenzk efni. Fáfróðara fólkið ruglar
oinatt Islandi saman við Grænland. Eg lield að nafnið
Island, sem vekur þá hugmynd hjá mönnum að þar hljóti
að vera afarkalt, eigi sinn þátt í því að þetta kemur fyrir.
En það sem er kaldast á íslandi er einmitt nafnið. Eg
hefi stundum gert fólk hissa með þvi að benda þeim á
afstöðu Islands á Norðurálfukortinu og benda þeim á að
mikiil hluti Noregs, Svíþjóðar og Finnlands cr miklu norð-