Skírnir - 01.08.1918, Page 41
Skirnir]
Gnnnar á Hliðarenda
231
son, hafa fæðst upp í Fljótshlíð, annar á Hlíðarenda og
hinn í Hlíðarendakoti, næsta bæ við Hlíðarenda. Og
kvæði þeirra sýna, að þeir hafa aldrei gleymt Hhðinni.
En þeir gátu þó báðir slitið sig úr faðmi hennar og alið
aldur sinn fjarri æskuslóðum. Og undarlegt er það, ef
Gunnar heíir unnað Fijótshlíð þeim mun meira en þeir,
mentuð skáld á 19. og 20. öld, að hann af ást á átthög-
um sínum og hrifning af fegurð þeirra hafi ekki getað
yfirgefið þá um hríð, ekki sízt ef sagan fer rétt með, að
við honum hafi blasað sæmd af utanförinni, sem forn-
mönnum þótti næsta ljúf á bragð. Þótt það sé satt —
sem óvíst er —, að hestur hafi hnotið með Gunnar, og
hann snúið aftur eftir það, hlýtur aðalástæða þess að
hafa verið önnur en ætla má af sögunni. Og það vill
svo vel* til, að þetta sést — eins og óvart, mun sumum
sýnast — á henni í haugvísu Gunnars:
„Hælti dögla deilir,
dáðum rakkr, sás liáði
bjartr með heztu hjarta
henrögn, faðir Högna —,
heldr kvaðsk hjálmi faldinn
hjörþilju sjá vilja
vættidraugr en vægja
valfreyju stafr, deyja
valfreyju stafr, deyja.“
Tildrög þessarar vísu gerir sagan. þau, að Gunnar
hafi kveðið hana í haugi sínum til að eggja Skarphéðin
og Högna hefnda á banamönnum sínum. Enginn mentað-
ur nútiðarmaður trúir því, að Gunnar hafi kveðið hana
dauður. 011 frásögnin er umvafin þjóðtrú og skáldskap.
Af öllu þessu taka menn síður eftir — og hafa ekki
heldur veitt eftirtekt — efninu eða því, sem hún segir
um ástæðurnar til falls Gunnars. En það sést ómótmæl-
anlega, að höf. vísunnar hefir heyrt það haft eftir Gunn-
ari (»mælti dögla deilir--------faðir Högna*--------»heldr
kvaðsk sjá (o: þessi) hjörþilju vættidraugr«), að hann
vildi heldur bíða bana en láta undan, heldur »deyja« en
»vægja«. Og sú sögn er sennileg. Slíkt kapp kemur