Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1918, Page 68

Skírnir - 01.08.1918, Page 68
258 Um lifseigju dýra og manna [Skirnir heilanum, að sálarlífið getur haldist nokkurn veginn í lagi, þó sumir heilapartar detti úr sögunni. Mikilsverð líffæri, eins og lungun og hjartað, geta starfað algjörlega óháð heil- anum og viðhaldið lífi í líkamanum um langa stund. Þetta sést greinilega af tilraunum, sem gerðar hafa verið á dýrum. Stórheilinn hefir verið skorinn úr fuglum og ýmsum spendýrum, og þau halda lífi þrátt fyrir það, en skynjunin, vitið og viljinn tapast. Það verður að hafa vit fyrir þeim; þau hafa ekki hemil á hreyfingum sínum. Það' verður að ýta þeim úr stað. Þá ganga þau eða fljúga þangað til eitthvað stöðvar þau. Og þau mundu svelta,. ef matnum væri ekki otað að þeim, en þau geta melt og þau geta andað, af því að innýflataugakerfi þeirra er óskert og getur haldið áfram störfum. Andardrátturinn er okkur venjulega alveg ósjálfráður og heilinn þarf ekk- ert um hann að hugsa. í mænukylfunni (medulla oblon- gata) er ofurlítill blettur, sem Flourens (ítalskur læknir) fann fyrstur manna. Ef þessi blettur er stunginn eða skaddaður, hættir óðara andardrátturinn. í blettinum er með öðrum orðum stjórnarmiðstöð andardráttarhreyfing- anna. Hins vegar eru í hjartanu sjálfu taugahnoðu, sem stjórna hreyfingum þess. Og niður eftir allri mænu eru stjórnarmiðstöðvar ýmsra vöðvahreyfinga. Af þessu skilst, að ýmsar lífshreyfingar geta átt sér stað, eftir að höfuðið er höggvið af bolnum. Þetta sjáum við þegar skorin er kind. Æðarnar halda áfram að spýta og dýrið getur spriklað um stund. Og greinilegar kemur þetta í ljós, þegar t. d. kálfur er skorinn snögglega; þá getur hann sprottið á fætur og gengið spölkorn. Og þegar haus er höggvinn af hana, getur haninn flogið talsverðan spöl til mikillar undrunar fyrir áhorfendur. Margar sögur eru sagðar, sem fara í svipaða átt, af mönnum, sem hafa ver- ið hálshöggnir, en flestar eru þær bygðar á rangri athug- un. Sú saga nær t. d. engri átt, sem. sögð er af pislar- votti einum í Bologna á miðöldunum, að hann hafi tekið upp höfuð sitt og borið það spölkorn burtu, en síðar var honum reist kirkja til minningar, þar sem hann lét höf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.