Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 3

Skírnir - 01.12.1919, Page 3
Jón ThorocLdsen. Fáir islenzkir rithöfundar hafa beturTskemt lesendum sínum en Jón Thoroddsen. Margir hafa notið listar hans, dáðst að eftirhermum hans, sogað i sig íslenzku-ilminn af orðfæri hans. Enginn rithöfunda vorra á 19. og 20. öld hefir ritað íslenzkari íslenzku en hann, hvorki ‘snillingur snillinganna®, Sveinbjörn Egilsson, Jónas Hall- grímsson né höfundar þjóðsagna vorra, er margir skrifa þó ósvikið íslenzkt mál. Og afstaða hans í bókmentum vorum er hin merkilegasta. Hann má þar fortakslaust kalla frumherja. Sveinbjörn Egilsson hefir þau áhrif með Þýðingum sínum, kenslu og ómetanlegum tilstyrk merkis- roann8ins Hallgríms Schevings, að móðurmál vort var rit- að stórum fegurra og hreinna eftir daga hans en áður. Ljóð Bjarna óg — eitikum — Jónasar hrífa svo, að síðan var betur ort á íslandi en áður, bæði að máli, braglist og aada. Um Jón Thoroddsen verður ekki sagt, að hann hafi ritað skáldsögur þannig, að þær hafi verið gerðar af meiri Þst eftir en áður að »Piltur og stúlka« og »Maður og kona« birtust. Engin frumsamin skáldsaga hafði birzt á v°ra tungu á undan »Pilti og stúlku*, nema sögukafli Jón- asar, »Gfrasaferðin«, sem varð aldrei nema brot.1) Jón ') Jón Sigurös8on segir i œfisögu Jóns Thoroddsens, að „ýmsartil- raunir hafi áður verið gerðar á voru landi til að semja skáldsögur, eftir Þri sem tíðkast í útlöndum nú á siðari timum“ — — — en „Piltur og stúlka“ sé hin „atkvæðamesta“, og „því er hún alment talin hin f y r s t a ý s a g a, sem samin sé á íslenzkn“. Einhver hinn lærðasti maður i 18lenzkam bókfræðum, dr. Jón Þorkelsson, kveður ekki aðra islenzka 14

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.