Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 11

Skírnir - 01.12.1919, Page 11
Skírnir] Jón Thoroddsen. 217 mundur próf. og alþ. Einarsson og kona, er bæði voru vestfirzk) þóttust þekkja þetta sögufólk (o: í »Manni og konu«) hér og þar um Breiðafjörð og víðar, en ekki bar eg skyn á þá hluti þá. En eg áttaði mig fljótlega, er Bjarni frá Leiti kom til sögunnar. Enda sagði mamma: »Hér er svo sem ekki um að villast; þetta er Einar Sig- urðsson«. Einar þessi dvaldi síðustu æfiár sín, ásamt konu sinni, sem hét Veronika, hjá móðurföður mínum, Olafi pró- fasti Sívertsen i Flatey á Breiðafirði«. Var hann prófentu- karl prófasts, »manna trúgjarnastur«, »stóðst ekki reiðara en ef einhver gerðist til að rengja* öfgasögur hans, og matmaður svo mikill, að ótrúlegri furðu sætti. Má þegar sjá af þessu, hve skáldið lýsir honum með miklum trúleik. Lesendur »Manns og konu< kannast fljótlega við sum- ar sögurnar, er frúin hefir eftir Einari þessum. Ein hljóð- ur svo, er hún kveður hann sagt hafa: »Það eru stærri skúturnar í útlandinu en þær, sem danskurinn sendir hingað til hennar Flateyjar, piltar. Eitt Indíafar var svo stórt, að það hafði 15 möstur °g svo hásiglt, að 15 voru seglrárnar, hver upp af ann- ari. A hverri rá voru 15 körfur og bjó heil fjölskylda í hverri. Við sigluhún bjó ein fjölskylda. Þar fæddist eitt sinn drengur. Ólst hann þar upp, þar til hann var 15 vetra. Þá tók hann sér ferð á hendur niður á þilfar. En svo var leiðin löng, að hann stóð á þrítugu, er hann náði þilfari. Vitanlega kom hann við í hinum körfunum og dvaldi lengri og skemri tima á hverri rá, en geysistórt befir skipið verið«. Hún er auðfundin i »Manni og konu«, sagan hans Bjarna á Leiti, sem á kyn sitt að rekja til Indiafarslýs- mgar Einars Sigurðssonar. Jón Thoroddsen segir hana svo: »Ojá, stórt hefir það verið nokkuð (hann á við annað skip), en þó hefir það ekki verið svo g e y s i 1 e g a stórt, eins og surn skip kvað vera í útlöndum; það kalla eg stórt skip, sem eg hefi beyrt getið um, það voru á því atján þúsund, átta hundruð, áttatíu og átta memu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.