Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 28

Skírnir - 01.12.1919, Page 28
„Maður og kona“. . Bjarni á Leiti — Einar Sigurðsson. Mun nokkur íslendingur, er náð hefir tvítugsaldri, svo andlega snauður, að ekki hafi hann lesið »Mann og konu« ? Jeg vona að svo sé ekki. Hitt veit eg, að sá er marg- ur, sem ekki lætur svo líða ár eða jafnvel skemmri tíma, að hann grípi ekki til þeirrar bókar, sér til hressingar og hugarléttis. Það er ekki á mínu færi, að dæma um ágæti íslenzkra skáldrita, eða skera úr, hver þar beri hæstan hlutinn, en mun ekki óhætt að fullyrða, að íslenzkari saga en »Maður og kona« að efni og orðfæri hafi ekki verið rituð? Og einu held eg til streitu, að vestfirzkara rit er ekki til. Þess vegna er það líklega, að okkur Vestfirðingum er hún kærust allra bóka. Ef okkur blöskrar blaðamálið hérna eða leiðist orðfæri Hesjamannsins, þá er að grípa »Mann og konu« til að bæta okkur í munni eða varna því, að við lendum í sama svaðinu. Sögufólkið í »Manni og konu« er svo skýrt dregið, að það á heima um allar jarðir, og sjálfsagt hefir athugull maður rekið sig á það, eitt eða fleira, hér og hvar með fram lífsgötunni. En við Vestfirðingar þykjumst standa það betur að vígi en aðrir, að við segjumst þekkja þá menn og konur, sem skáldið hefir haffc að fyrirmynd. Við kveðum ekki upp úr með Sigvalda prest, en Hjálmar Tuddi var að allra viti flækingsaumingi, sem hét Hjálm- ar og var kallaður Goggur. Það verður enginn uppnæm- ur fyrir því, þótt hann sé nafngreindur. Þetta var aum-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.