Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 75

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 75
Skirnir] Færeysk þjóðerniskarátta. 281 um, hvort sem hann yrkir um ástríðuþungar suðrænar nætur eða tryllingsleg ofviðri, sem slíta af Færeyjum ánauðarfjötrana, þótt ekki sé um nema stundar sakir. Fær- eyskum bókmentum eru þessi kvæði til mikillar prýði. Ilans Andreas Djurhuus kennari, bróðir hans, hefir ort einna mest færeyskra skálda. Hann hefir gefið út tvo sjónleiki: Maritu (1908) og Anniku (1917), báða með efni frá löngu liðnum timum. Marita fer fram á 12. öld og segir frá konu riddara eins, sem ræður manni sínum banaráð eftir að gamall elskhugi hefir vitjað hennar, en iðrast siðan og gengur í klaustur. I Anniku er efnið gömul þjóðsaga um konu sem drepur mann sinn ogtekur saman við einn húskarla sinna. En hann svíkur hana í bendur yfirvöldunum og henni er drekt. Enn fremur bafa komið út tveir kvæðabálkar eftir Hans Djurhuus: Hin gamla sögan (1905), er lýsir ástum auðugs ungs manns og umkomulausrar stúlku, og Hildarljóð (1916), sex kvæði með efni úr sögu Færeyja. öll eru rit þessi heldur lítils virði nema helzt hið síðasta. Miklu framar stendur lýrik Hans Djurhuus. Hann er lipurt skáld, á ef til vill lítið eitt of hægt með að yrkja. Neitt safn lýriskra kvæða hans hefir enn því miður ekki komið út nema Barnaríniur 1915 (rímur = ljóð). Mörg þeirrra hafa verið prentuð 1 blöðunum, einkuin Tingakrossi, og dálitið úrval er að finna i Songbók Foroya fólks. í Ungu Foroyum á hann uokkrar vel samdar smásögur, flest dýraæfintýri. Af öðrum mönnum, sem við ljóðasmíði hafa fengist, er einkum að nefna þrjá: Andreas Sámalsson (Samúelsen) var mjög riðinn við Foringatíðindi og ritstjóri þeirra eitt skeið. Nú er hann einn helzti maður sambandsflokksins °g á sæti í fólksþinginu danska. Simon Michael Zacharias- sen kennari og einkum Mikkjal bóndi Danialsson á Ryggi bafa ort mörg kvæði, sem eru með fiinum betri í sinni röð. Hin helztu þeirra standa i Söngbók; þó hafa mörg- góð kvæði eftir Mikkjal birst í Tingakrossi síðan hún kom út. Það væri full ástæða til að geta fleiri manna, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.