Valsblaðið - 01.05.1987, Page 34

Valsblaðið - 01.05.1987, Page 34
34 „Margir geta náð langt - segir Hörður Hilmarsson þjálfari 2. flokks Þótt efnilegir strákar hafi skipað 2. flokk Vals í fyrra náði hópurinn sér aldrei á strik og endaði leikárið með falli úr A-riðli í B-riðil. Verkefni hins nýja þjálfara þessa aldurshóps, Harðar Hilmarssonar, er því að koma strákunum á skrið á nýjan leik og endurheimta sætið í A- riðli. Hilmar er gamall Valsjaxl, rauður í gegn. Hann gerði þó garðinn frægan í Firðinum í fyrrasumar og kom þá Einar Páll, fyrirliði og kjölfesta í vöm öðrum flokki Fimleikafélagsins upp í A-riðil; - óvenjulegt „afreksverk" það. Gengi 2. flokks Vals hefur verið rysjótt í vor. Æfingaleikir gáfu fyrir- heit um ágæt afrek í Reykjavíkur- mótinu en annað kom á daginn í mörgum leikjum. Hörður Hilmarsson sagði þó hóp- inn skemmtilegan er hann mátti segja álit sitt á efniviðnum. „Margir af þessum strákum geta og koma til með að ná langt,“ sagði hann. „Það er jafnframt jákvætt fyrir þessa stráka að vera í nánari tengslum við meistaraflokkinn en oft áður. Þau tengsl eiga rót sína í sam- vinnu og samskiptum okkar lan Ross.“ Hörður sagði nauðsynlegt að gera strákunum grein fyrir háleitum mark- miðum en þó mætti aldrei færa þá af grundvelli knattspyrnunnar: „Menn verða að alast upp með það fyrir augum að ná langt, verða jafningjunum fremri, hreppa meist- aratitil. Þó má aldrei gleymast að sérhver leikmaður er aðeins hlekkur í keðju liðsheildarinnar. Með aga og markvissri þjálfun verður sú stað- reynd Ijós. ( framhaldi af þessum fullyrð- ingum sagði Hörður það ráðast af æfingunni og einbeitingunni hvort liðið næði að endurheimta sæti sitt í A-riðlinum. „Strákunum eru Ijósar kröfurnar sem til þeirra eru gerðar," sagði Hörður, „og ég vonast til að þeir standi undir þeim væntingum."

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.