Valsblaðið - 01.05.1987, Page 69

Valsblaðið - 01.05.1987, Page 69
„Ég sá fyrst blátt en óxsíðan til vitsins“ - segir Ragnheiður Víkingsdóttir fyrirliði kvennaliðsins í yfirheyrslu NAFN: Ragnheiöur Víkingsdóttir. ALDUR: 24 ára. HÆÐ Á SOKKALEISTUM OG ÞYNGD Á NÆRKLÆÐUM: Ég er 1.67 á hæðina en þyngdin er góö enda eru málin 90-60-90. FJÖLSKYLDA: Ein og yfirgefin. BLIKKHROSS: Ég á bara teinóttan reiðskjóta. LANDSLEIKIR: Hef ekki tölu á þeim öllum. LEIKURÐU ALLTAF í SKÓM MEÐ STÁLTÁ: Nei, ég spila hins vegar all- taf í skóm með stálgöddum á sólan- um. MINNISTÆÐASTI ATBURÐUR Á VELLINUM: Það gerist aldrei neitt skondið. Til að mynda hefur engin misst niður um sig buxurnar því við leikum alltaf með axlabönd. HVERNIG LÍST ÞÉR Á HUG- MYNDIR UM BREYTINGAR Á ÍÞRÓTTAKLÆÐNAÐI KVENNATIL AÐ KVEIKJA í ÁHORFENDUM: Við getum þess vegna farið úr að ofan en ef að því kemur verður öngþveiti á vellinum og minni fótbolti. HVENÆR SÁSTU FYRST RAUTT: Fyrst sá ég blátt en óx til vitsins og skipti í Val. Ég man baraekki hvenærég heillað- ist fyrst af þessum sérstæða lit. HEFURÐU TÖLU Á SJÁLF- SMÖRKUNUM: Já, reyndar hef ég unnið það afrek að halda spjaldskrá yfir sjálsmörkin. Blöðin í skránni eru þó öll auð, - enn sem komið er. Breytinga má þó vænta. UPPÁHALDSKNATTSPYRNU- MAÐUR/KONA: Lulu Maradona. BESTI MATUR: Gulrót. BESTI DRYKKUR: Bjórinn auðvit- að. UPPÁHALDSTÓNLISTARMAÐUR: Enginn sérstakur. BESTI LEIKARI: Eddy Murphy. BESTABÍÓMYND: Níuog hálfvika. BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR: Fyrirmyndarfaðir. KOSTIR: Þeir eru svo ótrúlega margir. VANKANTAR: Engir. STÆRSTI DRAUMUR: Að verða ís- lands- og bikarmeistari með Val, öðru sinni. FALLEGASTI KARLMAÐUR SEM HEFUR SÉÐ ÞIG: Ég hef ekki nöfnin á öllum sætu strákunum í laugunum. Annars er það verst fyrir Richard Gere að hafa ekki séð mig. FER LOGI ALLTAF MEÐ YKKUR í STEIPU EFTIR ÆFINGAR: Hann kemst aldrei svo langt. HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ YNNIR HEILAR TVÖ HUNDRUÐ KRÓNUR í LOTTÓINU: Það er margt sem má gera fyrir þá upphæð. Ætli ég myndir ekki kaupa mér hús ogsíðan karamellurfyrirafganginn.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.