Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 76
56
þótt nú hinir efnaöri bændur gætu klofiö aS kaupa
akuryrkjutól þessi viS svona afarháu veröi, má nærri
geta, aö þaö var öllum þorra nýlendumanna enn of-
vaxið. Margir leituöust við aö komast af án slíkra
kaupa og sættu sig viö, }?ótt þeir meö J?ví móti kæmust
seinna áfram í búskapnum. Sumariö 1881 munu þeir
Grímur þóröarson og Bjarni Olgeirsson hafa heyjaö í
samlögum ; höföu þeir báöir ágæt heyskaparlönd.
Bjarni átti einn uxa; honum beittu þeir fyrir sleða og
drógu svo heyið saman á sleöanum, þóft um sumar
væri. Má nærri geta, aö öröugleikarnir hafi veriö
margir fyrir frumbýlingunum, svo nú hafa menn ekki
nema mjög ófullkomna hugmynd um, hve mikiö hinir
fyrstu landnámsmenn lögöu á sig, og hve nærri þeir
urðu aö ganga kröftum sínum, þótt ekki séu nema liö-
ug 20 ár síðan. En eftir því sem tímar liöu, lækkuðu
öll akuryrkjuáhöld í veröi, og brátt fór þaö svo, aö
hver bóndi átti alls konar akuryrkjuvélar og hver dreng-
ur kunni með að fara.
Ur skýrslu, er samin var voriö 1884, um búskap-
inn í Garðar-bygð, fáum vér þessar upplýsingar : Nú
má telja hér 50 íslenzka búendur. Sumir þeirra eiga
tvær jaröir. Fólkstal var við byrjun ársins 1884 í
Park-bygð 270. Af því er urn 50 manns nýkomið fólk,
sem enn er landlaust, og nokkurir eiga enn enga
skepnu. Islenzku bændurnir hér í bygðinni eiga nú 28
vinnuhesta, 6 trippi, 73 akneyti, 138 kýr, i84ungviði,
164 sauökindur, 47 svín, 505 alifugla. Af akuryrkju-
tólum eiga þeir 48 plóga, 35 herfi, 13 sáningarvélar, 5
sjálfbindara, 4 harvesters, 5 sláttuvélar, 8 heyhrífur,
eina þreskivél hálfa—hinn helminginn á norskur mað-
ur,—8 vélar til aö hreinsa hveiti, 31 vagn og 30sleða.
Plógar kosta 16—20 dollara, sánirigarvélar 60 dollara,
sjálfbindari 275 dollara, harvester 175 dollara, sláttu-
vél 75 til 80 dollara, heyhrífa 25 til 35 dollara, gufu-
þreskivél 1700 dollara, hreinsunarvél 24 til 30 dollara,
vagn 80 dollara, járnvarinn sleöi 27 til 35 dolhra.—
Akrar voiu næstliðiö sumar (1883) 1013 ekrur. Af