Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 94
74
Svo nær íslenzka bygöin inn í bæöi Avon- og Park-
hreppa, eins og sagt hefir veriö. Öll er hún því á
borö viö fjóra hreppa eða meira en það ; ef hún lægi í
réttum ferhyrning, mundi hún því einar tólf mílur í
hvert horn. Hún liggur óslitin frá norðri til suðurs,
eins og nú hefir verið lýst, svo fara má frá einum ís-
lenzkum bónda til annars alla bygðina á enda eins og
í sveit á Islandi.
34. KIRKJUÁML.
Eftir lát síra Páls þorlákssonar voru söfnuðirnir,
er hann hafði myndað í nýlendunni, þrír talsins, án
allrar prestsþjónustu. Víkur-söfnuður sneri sér til
Hansar Thorgrímsen, er útskrifaðist voriö 1882 frá
prestaskólanum í St. Louis. Köllunarbréfið var sent
14. júní. Svar hans er dagsett 6. júlí; tekur hann þar
við köllun safnaðarins, en hefir við orð að takast á
hendur ferð til Islands áður en hann taki til starfa sem
prestur. Hann kom norður snögga ferð að áliðnu
sumri. Hafði hann þá tekið vígslu. Viðdvöl hans var
mjög stutt, því nú var hann að leggja af staö til Islands
til að heimsækja foreldra og frændur. Hugðist hann
að dvelja þar næsta vetur og koma til safnaðanna sum-
arið 18S3. Halldór Briem var þá hinn eini íslenzki
prestur hér í landi. Hann var þá um sumarið í Winni-
peg og kom eitt sinn suður og flutti guðsþjónustu í öll-
um bygðunum. Um haustið 1882 fór hann einnig til
Islands alfarinn.
I ágústmánuði sumarið i883'kom síra Hans Thor-
grímsen aftur úr Islandsferð sinni. Fyrstu guðsþjón-
ustuna hélt hann í Vík undir berum himni 11. sunnud.
eftir trinitatis. Safnaðarfundur var haldinn á eftir og
voru það þá 31 húsráðendur, sem tjáðu sig vera í söfn-
uðinum. A fundi, sem haldinn var 14. október bætt-
ust tíu manns við. þá vakti síra Hans máls á því, að
nauðsynlegt væri fyrir söfnuðinn að koma sér upp
kirkju. Síra Páll heitinn hafði haft ]?ær framkvæmdir
í því máli, að hann hafði látið fella mikið af eikartrjám