Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 80
6o
26. SKEMTANIR.
J)ótt lífiö væri fátæklegt hin fyrstu árin og hagur
manna næsta öröugur meö ýmsu móti, var fjör og glaö-
værö mikil ineö fólki, hvar sem komið var. Menn
áttu annríkt og hömuöust viö vinnuna, en voru samt
furöanlega fúsir aö sækja alla mannfundi, oft langar
leiðir, annaðhvort fótgangandi eöa akandi með uxum
og er ]?aö þó fremur óskemtilegt feröalag. Sumariö
1881 var frelsisdagur Bandaríkjanna, 4. júlí, haldinn
hátíölegur hið annaö sinn, viö Park. Var þá fólk
miklu fleira en hið fyrra skiftiö og mikiö meira um
ræöuhöld. þar var þá kominn bróöir síra Páls, Níels
Steingrímur þorláksson. Haföi hann útskrifast um
voriö frá skólanum í Decorah með ágætum vitnisburði
og horfið noröur í nýlenduna til fólks síns. Hélt hann
ræðu við þetta tækifæri, en var fremur stiröur í íslenzk-
unni eins og von var. Ymsir aörir héldu ræöur og
var skemtun hin bezta.
Hina fyrstu vetur voru samkvæmi ekki svo sjald-
an á ýmsum stööum. Var þá sungiö og dansaö og
leikiö á harmoniku. Ræöur voru oft einnig fluttar
og mælt fyrir ýmsum minnum. Fyrsta og annan vet-
urinn var oft glatt á hjalla á heimili Eiríks Bergmanns
og var þar hvert samkvæmiö á fætur öðru, bæði vegna
þess þar voru húsakynni betri en annars staðar og svo
vegna hins, að þaö var betur efnum búiö en önnur
heimili og gestum ávalt hinn bezti sómi sýndur. Var
þar oft haldin mörg fjörug ræöa um framtíð nýlend-
unnar og önnur efni og stundum látið fjúka í kviöling-
um. Var þar ýmislegt hagort fólk samankomiö.
Má þar fyrstan telja Stefán Guðmundsson, skáldið,
Karólínu Dalmann, konu Gísla Jónssonar Dalmann,
Sigurö Sigurösson Isfeld, Jakob jLíndal og Helgu konu
hans. þá þóttu þeir Ólafur Ólafsson frá Espihóli, 1
Jónas Hallgrímsson og Kristinn Kristinnsson gleðimenn
miklir um þessar mundir og létu oft vængjuö orö frá
sér fljúga í samkvæmum, Stundum fóru menn jafn-