Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 58
33
halds nýlendunni í Dakota tortryggilegar. Var þetta
eflaust sprottiö af óttanum, sem þar hafði risið upp
fyrir því, að Nýja ísland mundi eyðast af fólki. Ekki
lét síra Páll heitinn þessar blaðagreinir á sig fá, heldur
hugsaði með sér, að nú mætti hann ekki vera iðjulaus
lengur. Fór hann til kaupmannsins, sýndi honum,
hvað ritað hafði verið á móti honum,og spurði, hvað
hann ætti nú að gjöra til að hjálpa við góðu máli. Varð
það úr, að kaupmaður lánaði honum ioo tunnur hveit-
is og 40 nautgripi til tveggja ára. Fekk síra Páll
kauplausan flutning á þessu með járnbraut alla leið
norður til St. Vincent. Má nærri geta, að lyftast tóku
brýrnar á landanum, þegar fregnin um þetta barst
vestur undir fjöllin. Eftir þetta fekk síra Páll hest
lánaðan hjá kaupmanni og reið þar út og suður með-
al bænda. Að litlum tíma liðnum lét hann ,,reka þrjá-
tíu og fjóra gripi inn í rétt kaupmanns, sem þá bætti
við níu gripum frá sér“. Á þessu fekk hann aftur
flutning án endurgjalds hjá járnbrautarfélaginu alla
leið norður. Sjálfur fór hann í þetta sinn líka norður
og tveir Norðmenn með honum að gæta gripanna.
Var fögnuður mikill yfir feng þessum meðal nýlendu-
manna og urðu þeir hinir vonheztu um að rakna færi
fram úr fyrir þeim. Fjöldi af blásnauðu fólki var nú
kominn frá Nýja Islandi, svo gripirnir hurfu á svip-
stundu og margir sátu eftir ineð sárt ennið, án þess að
hafa nokkuð fengið^ Gripi þessa mun síra Páll hafa
fengið upp á tveggja ára lánsfrest með vanalegum
vöxtum við mjög vægu verði. Átti hann svo að skila
eigendum gripanna skuldaviðurkenningum (Notcs)
kaupendanna. Mun hann því hafa látið hvern kaup-
anda gefa slíka viðurkenning um leið og hann veitti
grip viðtöku. En vegna þess hann var nú búinn að
hleypa sjálfum sér í stórskuldir með lánurn, er
hann hafði hvað eftir annað orðið að taka handa n)'-
lendubúum, seldi hann gripina við nokkuð hærra verði,
en hann hafði fengið þá fyrir, og mun því hafa notað
sumar af ávísunum þessum til lúkningar þeim af slík-