Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 102
82
einu, mundi hægt aö fara milli þeirra allra, án þess
klukknahljómurinn nokkurntfma þagnaöi í eyrum
manns. Mundi síra Páli þorlákssyni hafa fundist mik-
iö til um það, ef hann í anda hefði fengið að heyra þá
klukknahringing fyrir lát sitt.
Um haustið 1900 sagði síra Jónas söfnuðum sín-
um upp prestsþjónustu og kvaðst mundi ganga inn í *
einhverja aðra lífsstöðu. Um veturinn komu þrír af
söfnuðum hans sér saman um að kalla síra Hans
Thorgrímsen, sem þá var prestur í Milwaukee, fyrir
prest. Voru það Vídalíns-söfn., Hallson-söfn. og
Péturs-söfnuður. Tók hann köllun þeirri sumarið
1901, en er ókominn, þegar þetta er ritað. Síra Jón-
as fiutti burt í ágústmánuði, en söfnuðirnir keyptu hús
hans fyrir prestssetur. Hafði þá síra Jónas verið
prestur í 8 ár. Söfnuðirnir í Pembina og Grafton hafa
snúið sér til síra Steingríms þorlákssonar, sem nú er
prestur í Selkirk, og samið við hann um prestsþjón-
ustu.
35. þRESKIVÉLAR.
Dýrustu og umfangsmestu vélarnar, er vinna fyr-
ir bóndann, eru þreskivélarnar. Eins og þegar hefir
verið sagt hér að framan, keyptu þeir Hallson-menn
fyrstu þreskivélina. Stóð Jóhann Hallson fyrir þeim
kaupum. þótti hinum öðrum frumbyggjum það mikil
stórræði. Kostaði þó vélin ekki nema 750 dollars.
Bæði var hún fremur lítil og var knúð áfram af hesta-
afli. Nú eru ekki færri en 16 þreskivélar til í bygð-
inni. Eigendurnir eru þessir: þeir Sigurður Magnús-
son Melsted og Jónatan Jónsson (Borg) eiga sínar tvær
hvor. En eina eiga þessir : Benedikt og Einar Mel-
sted ; Sigurður Sigurðsson frá Nesi í Höfðahverfi ;
Oddur Pálsson Dalmann; Sigurjón Sveinsson; Jón
Sigurðsson Björnsson og Jósef Jónsson Mæri (eina
saman); Björn B. Halldórsson og þorsteinn Indriðason
(eina saman); Arni Jóhannesson og Sveinn Jósefsson
(eina saman); Brandur Sveinbjarnarson; Tryggvi Ingj-