Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 78
53
til aS þorna. Verptist hann því allur og aflagaðist og
varS að litlum notum.
25. HARALDUR þÓRISSON.
Maður er nefndur Haraldur þórisson og hefir hans
þegar verið getiS. Hann er norskur að kyni og var
um þessar mundir kaupmaður í bænum Northficld í
Minnesota-ríkinu. HiS eiginlega nafn hans er Harald
Thoresen, en eftir að hann komst í kynni viS Islend-
inga, kölluSu þeir hann ýmist Harald Thoroddsen eSa
Harald þórsson. Hann hafði lánaS síra Páli heitnum
fyrstur allra NorSmanna nokkuð af hveitimjöli og heil-
marga nautgripi handa nýlendumönnum, eins og áður
er ritaS. Hann var um þessar mundir orSinn auSugur
maður, en hafSi þó byrjaS sem blásnauður búöar-
sveinn. Sumariö 1880 kom hann í fyrsta sinn sjálfur
norSur í nýlenduna meS fjölda af gripum og eitt múla-
samok, sem þeir keyptu bræSurnir, þorsteinn og Björn
þorlákssynir í Vík. NokkuS var verð hátt á gripum
þessum og þó ekki öllu hærra en þá var títt. Keyptu
þá Islendingar af honum, allir sem vetlingi gátu vald-
iS, hver í kapp viS annan, því lánsfrestur var langur,
en vextir háir; gáfu menn þá stundum í veS alt þaS, er
þeir áttu, og var þaS ósjaldan í aílmiklu ráðleysi gjört,
án þess hugsaS væri um, hvort nokkurntíma mundi
lánast að borga. I nærri því tíu ár átti kaupmaöur
þessi mikil kaup viS Islendinga og flutti norSur mesta
sæg af gripum og hestum bæði á vorum og haustum.
Glæptust nýlendumenn mjög á aö verzla viS hann og
guldu þess, hve fákænir þeir voru í verzlunarsökum.
Margir keyptu á þessum tfmum alt, ef þeir aS eins'
fengu þaö aS láni. Ivom þaS þá bezt í ljós, hve láns-
verzlunarfyrirkomulagiö, er um margar aldir hefir
tíSkast á Islandi, hafSi spilt hugsunarhætti manna og
nærri orðiS nýlendunni aS fótakefli. Fyrst framan af
keyptu menn aö eins nautgripi aö honum og gáfu aSra
gripi í veö; gekk þá alt vel. En brátt fór hann aS
selja mönnum hesta og múla. Tveir hestar (samokj