Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 83
Ó3
þessi fjallabygö hefir þrifist vel, en er þó nú oröin
nokkuö fámennari en hún var, því nokkurir hafa flutt
burt og aörir dáið. En mörgum hefir búnast þar alt
eins vel og löndum þeirra fyrir neðan fjöllin. Félags-
skapur hefir ávalt verið þar hinn bezti, þó bygðin sé
fremur fámenn. Söfnuður var myndaður þar af síra
Hansi Thorgrimsen, er j?á var prestur í Vík, árið 1884.
Var fyrsta guðsþjónustan flutt í húsi Péturs Jónssonar
snemma vors það ár. Síra Friðrik Bergmann, sem
árið 1886 tók við prestsskap eftir síra Hans Thorgrím-
sen í nýlendunni, tók að sér að þjóna þessum Fjalla-
söfnuði eins og hinum. Arið 1889 var lestrarféleg
stofnað. En kvenfélag var myndað 1892. Söfnuður-
inn reisti kirkju 1894. Hún er 22x30 fet á stærð með
forkirkju 8x10. Bindindisfélag, Good-templarastúka,
reis upp 1898. Nýlendubúar ráku verzlun sína fyrst
á Olga, en síðan eiga þeir allan kaupskap sinn á
Milton, hér um bil 8—10 mílur í suður frá aðalstöðv-
um bygðarinnar.
28. LÁT SÍRA PÁLS pORLÁKSSONAR.
Eins og fyrr er á vikið, þjáðist síra Páll þorláks-
son af megnu heilsuleysi allan þennan tíma. Var það
brjóstveiki sú, er tæring nefnist, og leiddi hún hann til
bana. Sumarið 1881 kvað svo mikið að heilsuleysi
hans," að honum var um megn að prédika guðs orð fyr-
ir söfnuðunum. Samt leitaðist hann við að halda
guðsþjónustusamkomum uppi meðal fólksins. Hafði
hann Níels stúdent, bróður sinn, með sér á sunnudög-
um og lét hann lesa prédikun fyrir söfnuðinum úr ein-
hverri postillu, en sjálfur átti hann oft tal við fólkið á
eftir um kirkjuleg og kristileg efni. Var áhugi hans í
þeim efnum eins brennandi og áður, þó líkaminn vaéri
bilaður að heilsu. Einstöku sinnum mun hann þó
hafa prédikað þetta sumar. En þegar veður fór að
harðna um haustið varð hann að hætta algjörlega. Á
ársfundum safnaðanna snemma í janúar 1882 gjörði
hann grein fyrir gjöldum þeim, er honum höfðu greiðst