Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 25

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 25
ALMANAK 1942 23 Ályktanir Alþingis frá 17. maí í ár ganga drjúgum lengra í sjálfstæðisáttina og eru víðtæk- ari, enda þótt sumum þingmönnum þætti þar eigi nógu langt gengið eða nógu ákveðið til orða tekið. En þó að nokkurrar varúðar kendi í afgreiðslu sjálfstæðismálsins á þinginu, og munu margir telja það fremur til hróss en ámælis eins og sakir standa, þá gefa samþyktir þær, sem gerðar voru, það ótvírætt í skyn, hver vilji og stefna ríkisstjórnarinnar og Alþingis, og þar með allrar þjóðarinnar, er í þessum efnum. íslendingar hafa með þessum ályktunum kunngert heimi öllum, að þeir stefna að fullkomnu sjálfstæði í stjórnmálum sínum, að því marki: að endurreisa hið forna þjóð- veldi eigi síðar en í styrjaldarlok. Þurfti engum að koma þessar ákvarðanir á óvart, því að á und- anförnum árum hefir það oftar en einu sinni kom- ið skýlaust fram á Alþingi, hver væri vilji þess og þjóðarinnar í sjálfstæðismálum hennar. Alþingi samþykti, eins og að ofan greinir, að kosinn skyldi ríkisstjóri til eins árs. Fór sú kosn- ing fram í sameinuðu þingi 17. júní, en það var jafnframt 130. afmælisdagur frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar. Má því með sanni segja, að þessum mikla merkisdegi hafi þannig aukist helgi í sögu íslendinga ,því að nú var íslenzkum manni fyrsta sinni falið æðsta vald í málum þjóðarinnar síðan hún glataði sjálfstæði sínu á 13. öld. Öllum ber einnig saman um, að kosningar-athöfnin hafi verið hin virðulegasta, eins og slíkum atburði sæmdi, látlaus en hátíðleg. n. Eins og alkunnugt er, var Sveinn Björnsson, fyrverandi sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, kosinn fyrsti ríkisstjóri íslands, og gegnir hann því embætti til jafnlengdar 1942, samkvæmt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.