Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 25
ALMANAK 1942
23
Ályktanir Alþingis frá 17. maí í ár ganga
drjúgum lengra í sjálfstæðisáttina og eru víðtæk-
ari, enda þótt sumum þingmönnum þætti þar eigi
nógu langt gengið eða nógu ákveðið til orða tekið.
En þó að nokkurrar varúðar kendi í afgreiðslu
sjálfstæðismálsins á þinginu, og munu margir
telja það fremur til hróss en ámælis eins og
sakir standa, þá gefa samþyktir þær, sem gerðar
voru, það ótvírætt í skyn, hver vilji og stefna
ríkisstjórnarinnar og Alþingis, og þar með allrar
þjóðarinnar, er í þessum efnum. íslendingar hafa
með þessum ályktunum kunngert heimi öllum, að
þeir stefna að fullkomnu sjálfstæði í stjórnmálum
sínum, að því marki: að endurreisa hið forna þjóð-
veldi eigi síðar en í styrjaldarlok. Þurfti engum
að koma þessar ákvarðanir á óvart, því að á und-
anförnum árum hefir það oftar en einu sinni kom-
ið skýlaust fram á Alþingi, hver væri vilji þess og
þjóðarinnar í sjálfstæðismálum hennar.
Alþingi samþykti, eins og að ofan greinir, að
kosinn skyldi ríkisstjóri til eins árs. Fór sú kosn-
ing fram í sameinuðu þingi 17. júní, en það var
jafnframt 130. afmælisdagur frelsishetjunnar Jóns
Sigurðssonar. Má því með sanni segja, að þessum
mikla merkisdegi hafi þannig aukist helgi í sögu
íslendinga ,því að nú var íslenzkum manni fyrsta
sinni falið æðsta vald í málum þjóðarinnar síðan
hún glataði sjálfstæði sínu á 13. öld. Öllum ber
einnig saman um, að kosningar-athöfnin hafi
verið hin virðulegasta, eins og slíkum atburði
sæmdi, látlaus en hátíðleg.
n.
Eins og alkunnugt er, var Sveinn Björnsson,
fyrverandi sendiherra íslands í Kaupmannahöfn,
kosinn fyrsti ríkisstjóri íslands, og gegnir hann
því embætti til jafnlengdar 1942, samkvæmt